Lifað í lýðræði - page 82

80
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Dreifiblað 3.1
Skólinn í skógarjaðrinum
Einu sinni bjó hópur fólks í þéttum frumskógi í skjóli hárra fjalla. Þetta var trúað fólk sem ól börn
sín upp í strangri guðrækni. Trú þeirra boðaði að enginn munur væri á körlum og konum.
Milli fjallanna og fjarlægasta kima landsins var gríðarmikil slétta. Annar þjóðarhópur átti heima á
sléttunni. Þetta voru trúleysingjar en þeir unnu hörðum höndum hver fyrir annan. Þeir voru ákafir
stríðsmenn og karlarnir höfðu öll yfirráð. Virðing var borin fyrir konum en þær gátu ekki unnið
sig upp í nein forystuhlutverk.
Fólkið í skóginum hafði engin samskipti við fólkið á sléttunni. Þessir hópar hötuðu hvor annan.
Stundum hafði ríkt stríðsástand milli þeirra.
Dag einn birtist ungur maður í skógarjaðrinum. Hann tilkynnti að hann langaði til að reisa skóla
þar þannig að börn frá báðum svæðum gætu stundað nám saman og friður gæti loks komist á milli
þessara tveggja hópa.
Brátt var búið að byggja lítið timburhús og dag einn lauk kennarinn dyrum skólans upp í fyrsta
sinn. Fáein börn af báðum svæðum voru viðstödd. Foreldrarnir og leiðtogar beggja hópanna fylgd-
ust áhyggjufullir með því sem fram fór.
Í fyrstu kom börnunum illa saman. Þau uppnefndu hvert annað og oft kom til handalögmála. En
þau fundu brátt hve gott var að ganga í skóla og smám saman féll allt í ljúfa löð. Kennarinn var
strangur en réttlátur og kom eins fram við alla nemendur sína. Hann sagðist virða lífshætti beggja
hópanna og börnin fengu að fræðast um hve ólíku lífi þau lifðu.
Sífellt fleiri börn sóttu skólann í skógarjaðrinum.
En brátt kom í ljós að fleiri börn af sléttunni gengu í skólann. Aðeins fjórðungur skólabarnanna
tilheyrði skógarfólkinu. Kennarinn talaði við foreldrana á báðum stöðum til að hvetja þá og stappa
í þá stálinu.
En einn góðan veðurdag þegar kennarinn mætti hafði einhver brennt skólann til kaldra kola.
(Byggt á sögu eftir Ted Huddleston hjá Citizenship Foundation)
1...,72,73,74,75,76,77,78,79,80,81 83,84,85,86,87,88,89,90,91,92,...212
Powered by FlippingBook