Lifað í lýðræði - page 79

77
.......................................................................................................................................................................................................................................................................
3. kafli – Fjölbreytileiki
4. kennslustund
Hvers vegna eru mannréttindi mikilvæg?
Hvers vegna þarf lög um mannréttindi til verndar fólki sem stendur höllum fæti?
13
Markmið
Nemendur verði færir um:
• að skoða þau vandamál sem upp koma þegar fólk með ólíkt gildismat og ólíka lífshætti
reynir að lifa saman;
• að rökstyðja hvers vegna alþjóðlegir mannréttindasamningar hafa verið gerðir einkum þar
sem einstaklingar og samfélagshópar standa höllum fæti.
Verkefni nemenda
Nemendur:
• greina aðstæður á gagnrýninn hátt og forgangsraða hlutunum;
• fara í hlutverkaleik þar sem hópar með öndverðar skoðanir ræða saman;
• setja fram lykilreglur út frá hlutverkaleiknum og bera þær saman við sambærilega kafla í
Mannréttindasáttmála Evrópu;
• bera saman ímyndaðar aðstæður og raunveruleg dæmi um mannréttindabrot hér á landi;
• undirbúa kynningar fyrir aðra nemendur um valda kafla í Mannréttindasáttmála Evrópu.
Gögn
Eintök af aðstæðum á eyjunni (dreifiblað 3.4).
Eintök af aðstæðuspjöldum fyrir hvern hóp (dreifiblað 3.5).
Meginatriði mannréttinda (dreifiblað 3.6).
Stórar pappírsarkir og litir, eftir þörfum, fyrir lokakynninguna.
Aðferðir
Gagnrýnin hugsun, samningaviðræður, umræður hópkynning.
Ábendingar
Mannréttindasáttmáli Evrópu var innleiddur til að vernda réttindi fólks sem neitað hafði verið um
grundvallarréttindi, svo sem réttinn til lífs, til trúfrelsis eða réttlætis samkvæmt lögum. Stjórnvöld
allra ríkja sem eiga aðild að Evrópuráðinu eru sammála um að hlíta öllum greinum sáttmálans af
virðingu við þegna sína. Sérhvert land þarf að gera alþjóðasamfélaginu grein fyrir stöðu sinni í
mannréttindamálum. Einstaklingar geta sent kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu ef þeir telja að
brotið sé á mannréttindum þeirra í eigin landi. Eitt land getur einnig kært annað land fyrir mann-
réttindabrot, en það er fátítt.
Mannréttindasáttmáli Evrópu var að miklu leyti byggður á Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu
þjóðanna en hún var innleidd eftir fjöldamorðin sem framin voru í seinni heimsstyrjöldinni.
13. Byggt á kennsluefni frá Citizenship Foundation, London.
1...,69,70,71,72,73,74,75,76,77,78 80,81,82,83,84,85,86,87,88,89,...212
Powered by FlippingBook