Lifað í lýðræði - page 72

70
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Kennslustundin
Kennarinn biður bekkinn að íhuga eftirfarandi álitamál, eitt í senn:
Sammála eða ósammála?
• Það er rangt að borða dýr.
• HIV-smitaður nemandi ætti ekki að vera í bekk með heilbrigðum börnum.
• Ekki ætti að skylda friðarsinna til að gegna herþjónustu.
• Banna ætti dauðarefsingu.
• Staður konunnar er inni á heimilinu.
• Ekki ætti að heimila börnum innan 14 ára aldurs að vinna.
• Banna ætti reykingar í opinberum byggingum.
• Fólk ætti að greiða hærri skatta.
• Málfrelsi er ekki af hinu góða.
Hornin fjögur í stofunni eru merkt á eftirfarandi hátt:
Algjörlega sam-
mála
Sammála
Ósammála
Algjörlega ósam-
mála
Kennarinn les staðhæfingarnar upp eina af annarri og biður nemendur að færa sig yfir í það horn í
stofunni sem geymir svar þeirra við ofangreindum spurningum. Geti þeir ekki ákveðið sig eiga þeir
að standa kyrrir þar sem þeir eru.
Þegar nemendurnir eru komnir á sinn stað biður kennarinn einhvern í hverju horni að segja hvers
vegna viðkomandi horn varð fyrir valinu. Ekki skal leyfa neinar umræður á þessu stigi. Síðan biður
kennarinn þá nemendur sem skipt hafa um skoðun að færa sig yfir í viðeigandi horn.
Næst biður kennarinn þá nemendur sem gátu ekki gert upp hug sinn að reyna að útskýra hvers
vegna þeir gátu það ekki. Þeir eiga að skrifa niður ástæður þess, til dæmis að þeir þurfi að fá meiri
upplýsingar, skilji ekki alveg hvað átt sé við, sjái rök bæði með og á móti, o.s.frv.
Æfingin er endurtekin þrisvar eða fjórum sinnum með mismunandi staðhæfingum. Í hverju tilviki
ætti kennarinn að leggja fremur kapp á að fá fram ástæður þess að fólk hafi ólíkar skoðanir en að
ræða hið tiltekna málefni.
Á hópfundi bendir kennarinn nemendum á að viðbrögð þeirra gagnvart sömu málefnum hafi verið
afar mismunandi. Hann getur kynnt fjölhyggjuhugtakið fyrir nemendum, spurt þá eftirfarandi
spurninga og sagt þeim að þær geti varpað ljósi á ástæður þess að fjölhyggja sé til staðar í ýmsum
samfélögum:
• Veltið aftur fyrir ykkur spurningunum sem lagðar voru fyrir ykkur. Hver þeirra vakti sterkustu
tilfinningarnar? Hvers vegna?
• Hvaðan fáum við hugmyndir okkar, gildi og skoðanir? (Þannig geta nemendur séð að hug-
myndir okkar um álitamál kunna að koma úr ólíkum áttum.)
1...,62,63,64,65,66,67,68,69,70,71 73,74,75,76,77,78,79,80,81,82,...212
Powered by FlippingBook