Lifað í lýðræði - page 74

72
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
3. kennslustund
Hvernig er fólk mismunandi?
Hversu ólíkar eru þarfir manna?
Markmið
Nemendur geti:
greint ástæður þess að fólk hafi ekki jafnan aðgang að menntun;
ígrundað hvað stendur í vegi fyrir jafnrétti í samfélaginu almennt;
velt fyrir sér hverjum beri að sjá til þess að jafnrétti komist á.
Verkefni nemenda
Nemendur greina ímyndaðar aðstæður á gagnrýninn hátt út frá lykilhugtökunum.
Nemendur beita lykilhugtökunum á félagslegar aðstæður sem þeir búa við.
Nemendur ræða um helstu atriðin sem bar á góma í þessari kennslustund.
Nemendur leysa skriflegt verkefni.
Gögn
Eintak af sögunni.
Aðferðir
Gagnrýnin hugsun.
Umræður.
Rök sett fram í rituðu máli.
Hugtakanám
Fjölbreytileiki
: Það er ekki einungis uppruni fólks eða þjóðerni sem skapar fjölbreytileika. Ýmsir
aðrir þættir greina fólk hvert frá öðru og geta valdið alvarlegri félagslegri mismunun, einkum ef
meirihlutinn eða þeir sem fara með völd og áhrif gera ekkert í málunum vegna skilningsleysis
eða skorts á samhygð.
Jafnrétti
: Í meginatriðum er um tvenns konar jafnrétti að ræða – jöfn tækifæri eða jafnrétti í
raun. Hægt er að veita öllum jöfn tækifæri (til að ganga í skóla sem dæmi) en ef tilteknum hindr-
unum (sem t.d. fatlaðir mæta) er ekki rutt úr vegi er ekki víst að öllum standi þessi tækifæri til
boða. Með jafnrétti í raun er stefnt að því að hvert barni njóti menntunar hver svo sem fötlun
þess kann að vera.
Mismunun
: Að beita einhvern óréttlæti vegna kynþáttar hans, kyns, kynhneigðar, aldurs, skoð-
ana o.s.frv.
1...,64,65,66,67,68,69,70,71,72,73 75,76,77,78,79,80,81,82,83,84,...212
Powered by FlippingBook