Lifað í lýðræði - page 80

78
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Kennslustundin
Kennarinn vísar til „hlutverkaspjaldanna“ (dreifiblað 3.4) þegar hann kynnir aðstæður og hópana
tvo sem taka þátt í leiknum. Í fyrstu lýsir kennarinn eyjunni, ef til vill með hliðsjón af korti uppi á
töflu, og lýsir síðan eyjarskeggjum sem hafa búið þar kynslóð fram af kynslóð.
Kennarinn segir síðan bekknum að kominn sé hópur landnema sem vilji setjast að á eyjunni. Það
fólk er mjög ólíkt eyjarskeggjum. Kennarinn lýsir landnemunum og lífsháttum þeirra og skiptir síð-
an bekknum til helminga. Annar hópurinn á að leika eyjarskeggjana og hinn hópurinn landnem-
ana. Hægt er að fjalla um þessi málefni á tvo vegu (sjá aðferðir 1 og 2 hér fyrir neðan). Nota skal
aðferð 1 ef bekkurinn er vanur hlutverkaleikjum. Í bekk sem er vanur hefðbundnari vinnubrögðum
skal nota aðferð 2.
Aðferð 1: hlutverkaleikur
Nemendur vinna tveir og tveir saman. Annar er í hlutverki eyjarskeggja og hinn leikur landnema.
Þeir eiga að hugleiða aðstæðurnar sem lýst er á litlu spjöldunum út frá sjónarhóli síns hóps. Þeir
ætla að hefja samningaviðræður við hinn hópinn (ekki er gert ráð fyrir tungumálaerfiðleikum) og
ættu að reyna að koma sér saman um eftirfarandi atriði:
a. Hver eru alvarlegustu vandamálin sem þjóð þeirra glímir við?
b. Hvað vilja þeir fá út úr þessum samningaviðræðum?
Síðan segir kennarinn tveimur eyjarskeggjum og tveimur landnemum að taka sér sæti saman. Þeir
eiga að leika að þeir séu á fundi sem þessir tveir þjóðarhópar halda til að komast að samkomulagi
um bæði þessi atriði og hvernig haga skuli málum í framtíðinni.
Áður en umræður hefjast ætti að minna báða hópana á að eyjarskeggjar verði ef til vill ekki alls
kostar sáttir fyrr en landnemarnir hafa sig á brott, þar sem lífsháttum þeirra kann ella að vera ógn-
að. Á hinn bóginn eru landnemarnir afar hrifnir af þessum nýja stað og eru jafnvel reiðubúnir til
að beita valdi til að geta verið um kyrrt.
Biðja ætti hvern fjögurra manna hóp að koma sér fyrst saman um alvarlegustu vandamálin sem
hóparnir standa frammi fyrir og reyna svo að leysa hin brýnustu fyrst og önnur síðan koll af kolli
eftir því sem tíminn leyfir.
Aðferð 2: umræður undir leiðsögn
Auðveldast er að fara í hlutverkaleik í þessari æfingu en hún hentar líka ágætlega nemendum sem
ekki eru vanir slíkum leik. Annar helmingur bekkjarins skoðar aðstæður frá sjónarhóli eyjarskeggja
og hinn helmingurinn frá sjónarhóli landnemanna. Öllum aðstæðum er lýst út frá tveimur sjónar-
miðum. Nemendur vinna tveir og tveir saman, finna út hvaða vandamál eru alvarlegust og reyna
að finna bestu leiðina til að leysa þau, eitt af öðru, út frá eigin sjónarmiði. Minntu þá á að til er
„tilvalin“ eða „réttlát“ leið til að leysa hvert vandamál, en reynslan (og sagan) sýna að annað sjón-
armiðið geti orðið ráðandi vegna valdamisvægis.
Kennarinn stjórnar umræðum í hverju tilviki, veltir upp annarri hlið vandamálsins og biður síðan
hinn hópinn að koma með önnur sjónarmið. Hann reynir að miðla málum milli hópanna tveggja.
Tveir aðilar frá hvorum hópi gætu einnig stjórnað umræðunum, staðið frammi fyrir bekknum og
rætt vandamálið frá sínum sjónarhóli. Enn ein leiðin er sú að tveir nemendur ræði hvert tilvik þar
sem annar þeirra er fulltrúi eyjaskeggja og hinn fulltrúi landnema.
1...,70,71,72,73,74,75,76,77,78,79 81,82,83,84,85,86,87,88,89,90,...212
Powered by FlippingBook