Lifað í lýðræði - page 73

71
.......................................................................................................................................................................................................................................................................
3. kafli – Fjölbreytileiki
Kennarinn spyr síðan nemendur að hve miklu leyti þeir telji að eftirfarandi atriði hafi áhrif á þá:
• hugmyndir foreldra þeirra;
• álit félaganna;
• trúarbrögð þeirra eða menning;
• fjölmiðlar, t.d. dagblöðin, sjónvarpið eða netið;
• kennarar;
• eigin persónuleiki.
Nemendur vinna síðan í einrúmi og raða atriðunum upp í strýtu, þannig að hið mikilvægasta sé
efst eins og hér má sjá:
atriði
atriði atriði
atriði atriði atriði
Kennarinn biður síðan nemendur, tvo og tvo saman, að bera saman strýturnar sínar. Hvaða þættir
reynast vera mikilvægastir hjá bekknum í heild? Hægt væri að komast að því með því að vega og
meta atriðin á eftirfarandi hátt: með því að gefa atriðunum í efstu röðinni sex stig, atriðum í mið-
röðinni fjögur stig og atriðunum í neðstu röðinni tvö stig hverju. Nemendum er svo raðað fjórum
saman í hópa og þeir leggja saman stigin sem hvert atriði fær. Berið saman niðurstöður hópanna.
Voru sömu þættirnir efstir á listanum yfir mikilvægi?
Kennarinn skýrir frá því að fjölhyggja vaxi og dafni í opnu og frjálsu þjóðfélagi. Ekkert samfélag
getur þó þrifist nema lágmarkssamkomulag ríki meðal þegna þess. Hann biður nemendur að skrifa
hjá sér nokkur gildi eða reglur sem þeir telja að geti dregið úr ágreiningi um gildi eða hagsmuni.
Nemendur gætu til dæmis lagt eftirfarandi til:
• sýna skoðunum annarra virðingu;
• reyna að setja sig í spor annarra;
• muna að betra er að ræða saman en slást;
• reyna að móðga engan;
• gefa fólki færi á að segja sína meiningu.
Komi fólk sér ekki saman gætum við þurft á ákveðnu fyrirkomulagi að halda, svo sem kosningum,
til að komast að niðurstöðu.
1...,63,64,65,66,67,68,69,70,71,72 74,75,76,77,78,79,80,81,82,83,...212
Powered by FlippingBook