Lifað í lýðræði - page 81

79
.......................................................................................................................................................................................................................................................................
3. kafli – Fjölbreytileiki
Samantekt á aðferð 1 og 2
Í umræðum meðal nemenda um þær aðstæður sem þeir ræddu má spyrja eftirfarandi spurninga:
• Voru samningaumleitanir auðveldar eða erfiðar? Hvers vegna?
• Fékk hvor hópur það sem hann vildi út úr samningunum?
• Hvaða hópur kom best út úr samningaviðræðunum? Hvers vegna?
• Hafði annar hópurinn meiri siðferðileg réttindi í öllum tilvikum en hinn?
• Hverjar eru framtíðarhorfur þessara tveggja hópa á eyjunni?
• Hvað getur komið í veg fyrir að annar hópurinn verði hinum yfirsterkari?
Gerið lista yfir reglur sem gætu orðið til þess að hóparnir tveir geti búið saman í sátt og samlyndi
á eyjunni. Berið þann lista saman við meginatriði mannréttinda (sjá dreifiblað 3.6). Hvaða greinar
gætu komið í veg fyrir að fólk eins og eyjarskeggjar glati landi sínu, lífsháttum sínum og grund-
vallarmannréttindum?
Kennarinn bendir á að slíkt hafi oft átt sér stað, til dæmis þegar breskir landnemar lögðu Ástralíu
undir sig eða þegar Evrópubúar stofnuðu nýlendur í Norður- og Suður-Ameríku. Á þeim tímum
voru engin alþjóðleg lög um mannréttindi og í mörgum tilvikum voru mannréttindi brotin á frum-
byggjum. Svipaðir atburðir eiga sér stað enn þann dag í dag, til dæmis þar sem suðuramerískir
ættbálkar eru sviptir landi sínu vegna þess að alþjóðleg fyrirtæki stunda þar námugröft eða
skógarhögg.
Mikilvægi mannréttinda í hávegum haft
Lokaæfingin í þessum kafla felst í því að kennarinn segir nemendunum (í hópum) að velja sér
einhver þeirra mannréttinda í Mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallað hefur verið um. Síðan eiga
nemendur að búa til auglýsingaborða um þessi réttindi og undirbúa kynningu um mikilvægi þeirra.
Einhverjir nemendur gætu teiknað upp atvik úr hlutverkaleik eyjarskeggja til að sýna vandamálin á
myndrænan hátt. Síðan mætti kynna þau fyrir bekknum, árganginum eða jafnvel öllum skólanum.
Þetta gæti orðið til þess að framhald yrði á verkefninu, ef tími leyfir og nemendur hafa áhuga á
því. Sjá í 4. kennslustund 5. kafla (fjölmiðlar) hvernig skipuleggja skal slíkt verkefni í bekknum.
1...,71,72,73,74,75,76,77,78,79,80 82,83,84,85,86,87,88,89,90,91,...212
Powered by FlippingBook