Lifað í lýðræði - page 103

101
............................................................................................................................................................................................................................................................................
4. kafli – Ágreiningur
þeirra eru mismunandi. AML gilda á stríðstímum til að draga úr þeim þjáningum sem styrjald-
ir valda og til að vernda þá sem fallið hafa í óvinahendur. Meginmarkmið AML er að tryggja
grundvallarréttindi særðra, veikra og skipreika hermanna, stríðsfanga og almennra borgara. Mann-
réttindalög gilda bæði á stríðs- og friðartímum en snúast fyrst og fremst um að vernda fólk gegn
því að stjórnvöld brjóti á alþjóðlega viðurkenndum borgaralegum, menningarlegum, efnahagsleg-
um, félagslegum og pólitískum réttindum þess.
Hver eru ákvæði AML um barnahermenn?
Mannúðarlög banna að börn taki þátt í átökum en þátttaka barna í hermennsku er enn alvar-
legt vandamál víða um heim. AML kveða á um að börn innan 15 ára aldurs skuli ekki taka þátt
í hermennsku og að tryggja skuli „að svo miklu leyti sem unnt er“ að þau taki ekki beinan þátt í
hernaðaraðgerðum. Við skráningu þeirra sem orðnir eru 15 ára en hafa ekki náð 18 ára aldri skulu
aðilar átakanna kappkosta að velja úr þá sem elstir eru (77. grein, I. bókun). Því miður fjölgar stöð-
ugt þeim börnum sem gegna hermennsku, annaðhvort að eigin ósk eða með valdbeitingu. Börn
sem eiga heima á átakasvæðum, einkum þau sem hafa orðið viðskila við fjölskyldu sína eða hafa
einangrast á annan hátt, ganga ef til vill helst til liðs við heri. Börn neyðast oft til að ganga til liðs
við vopnaða hópa eða verða barnahermenn til að lifa af.
Hvenær er AML beitt?
AML gilda þegar vopnuð átök (stríð) eiga sér stað milli þjóða (vopnaátök milli ríkja) eða vopnuð
átök verða innan einhvers ríkis, eins og í borgarastyrjöldum.
Gilda AML um hryðjuverkaárásirnar 11. september?
Enda þótt 11. september 2001 hafi verið dagur fjölmargra dauðsfalla og mikillar eyðileggingar,
líkt og í stríðsátökum, er ekki ljóst hvort AML gildi þar að lútandi. AML gilda þegar vopnuð átök
eiga sér stað milli þjóða (vopnaátök milli ríkja) eða vopnuð átök verða innan einhvers ríkis, eins
og í borgarastyrjöldum. Hafi samtök hryðjuverkamanna sem starfa á eigin vegum staðið að hinum
skelfilegu árásum á almenna borgara í New York og Washington, þá er fremur um hræðilegan glæp
að ræða en stríðsaðgerðir sem AML gilda um.
Veita AML konum sérstaka vernd?
Já. Þó að konur njóti sömu lagalegu verndar og karlar viðurkenna Genfarsamningarnir eftirfarandi
reglu: „Við meðferð kvenna skal taka fullnægjandi tillit til kynferðis þeirra“. (12. grein fyrsta og
annars Genfarsamn., 14. grein þriðja Genfarsamn.) Í því felst að aukin vernd er veitt til að koma til
móts við sérþarfir kvenna vegna kynbundins mismunar, heiðurs og æru, meðgöngu og barneigna.
Til dæmis skulu konur sem beittar eru frelsisskerðingu, af ástæðum sem rekja má til vopnaðra
átaka, vistaðar í sérstökum búðum, aðgreindum frá búðum karla, og lúta beinu eftirliti kvenna.
Vernda skal konur „gegn nauðgun, nauðungarvændi og hvers konar annarri árás af kynferðisleg-
um toga“ (fjórði Genfarsamn., 27. grein, einnig 75. og 76. grein 1. bókunar). Við dreifingu hjálpar-
gagna skulu „þungaðar konur, sængurkonur og mæður með reifabörn“ njóta forgangs (70. grein 1.
bókunar). Til að fræðast meira um konur í vopnuðum átökum, og það umburðarlyndi sem margar
hafa sýnt, er bent á nýlega rannsókn, „Women Facing War“, á slóðinni
.
1...,93,94,95,96,97,98,99,100,101,102 104,105,106,107,108,109,110,111,112,113,...212
Powered by FlippingBook