Lifað í lýðræði - page 106

104
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Dreifiblað 4.2
Dæmi um ágreining
Ágreiningur 1
Tveir nágrannar eru ósammála um girðingu sem skilur að lóðir þeirra. Annar þeirra vill setja upp
nýja girðingu því að hann telur að sú gamla sé orðin léleg. Hann ætlast til að nágranni hans greiði
helming kostnaðar fyrir nýja girðingu. Hinn nágranninn er sammála því að girðingin sé orðin léleg
en hann vill ekki eyða peningum í nýja. Þó að gamla girðingin sé ekkert augnayndi kemst hundur
nágrannans ekki inn á lóðina hans. Auk þess er hann orðinn þreyttur á því að nágranni hans sé
alltaf að stinga upp á breytingum sem kosta peninga.
Ágreiningur 2
Foreldrar eru algjörlega ósammála um hvernig bregðast skuli við þegar tveggja ára gamalt barn
þeirra er með hávaða á heimilinu. Pabbinn telur að barnið eigi að læra mannasiði og að þá skuli
byrja að kenna eins snemma og hægt er. Enn fremur vill hann hafa frið og ró í kringum sig þegar
hann á frí þar sem hann sinnir mjög krefjandi starfi. Móðurinni finnst ekki hægt að þagga stöðugt
niður í tveggja ára barni að leik eða þegar það grætur því að það fylli barnið reiði og vonleysi og
skerði eðlilegan þroska þess.
1...,96,97,98,99,100,101,102,103,104,105 107,108,109,110,111,112,113,114,115,116,...212
Powered by FlippingBook