Lifað í lýðræði - page 56

54
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Eintak kennarans: annar hluti
„Eigandi eyjunnar ákvað að heimila skipbrotsmönnunum að vera um kyrrt um sinn. Hann ætlað-
ist þó til að þeir greiddu fyrir þjónustu og mat úr forðabúri hans. En hann neitaði að selja þeim
nokkurn skapaðan hlut á meðan til væri matur úr skipinu.
Skipbrotsmennirnir voru þrettán talsins. Það var Victor, konan hans, Josepha, sem var barnshaf-
andi, og börnin þeirra tvö (þriggja og sjö ára gömul). Abramovitch, 64 ára, var auðugur skart-
gripasali. Hann var elstur í hópnum og átti engin skyldmenni eða vini. Hann var með heilmikið
af gullhringum, demöntum og öðrum verðmætum skartgripum með sér. John, Kate, Leo og Alfred
voru fjórir ungir vinir, sem voru sterkir, hraustir og mjög laghentir. Þeir höfðu búið saman í eins
konar félagslegu húsnæði og höfðu sjálfir gert upp húsið sem þeir bjuggu í.
Lögfræðingurinn Maria, sem var í hlutastarfi í háskólanum, átti mjög erfitt með gang vegna
meiðsla í vinstri fæti og mjöðm (hún hafði lent í slysi). Hún var á ferð með Max, sem var að-
stoðarmaður hennar í háskólanum, á leið til Bandaríkjanna til að flytja fyrirlestur á ráðstefnu
og ræða um útgáfu bókar við bókaútgefanda. Þau voru bæði sérfræðingar í refsirétti en ekki
mikið hagleiksfólk. Síðast en ekki síst voru það Marko og unnusta hans Vicky, sem bæði voru
skipverjar og höfðu á síðustu stundu tekið eins mikið með sér og þau mögulega gátu úr birgða-
geymslu skipsins: dósamat, kex, olíu og nokkrar steikarpönnur. Allir skipbrotsmennirnir voru
með peninga á sér, en bátsmaðurinn Marko var með háa upphæð sem hann hafði stolið úr íbúð
þar sem skipið kom síðast í höfn.
Á eyjunni var lítill, gamall kofi sem stóð í hlíðinni rétt við sjóinn. Þar var aðeins eitt herbergi
þar sem tvær eða þrjár manneskjur gátu búið við frumstæðar aðstæður.“
Kennarinn segir nemendum að þeir þurfi að ákveða hverjir, að þeirra mati, skuli fá afnot af kofan-
um. Hann les upp eftirtaldar staðhæfingar og biður nemendurna að ræða það, tvo og tvo saman,
hverjum þeirra þeir séu sammála, hvers vegna og hvort þeir komi auga á aðrar lausnir.
A. Ófríska konan og börnin.
B. Ungu vinirnir fjórir sem eru þeir einu sem geta lagað kofann.
C. Skartgripasalinn sem greiðir hinum fyrir það (og gerir þeim þannig kleift að kaupa sér ein-
hvern mat).
D. Bátsmaðurinn Marko og unnusta hans, með því skilyrði að þau deili matnum sínum með
öllum hinum.
E. Lögfræðingurinn sem getur verið sáttasemjari og leyst deilur sem upp kunna að koma milli
skipbrotsmanna.
Eftir umfjöllun um þetta er næsta hluta sögunnar dreift.
Eintak kennarans: þriðji hluti
„Skipbrotsmennirnir þurftu einnig að ákveða hvað gera ætti við matarbirgðirnar sem bátsmaður-
inn hafði tekið með sér og ætlaði sér ekki að láta aðra njóta góðs af. Staðreyndin er sú að væri
þeim skipt á milli allra minnkuðu líkurnar á því að hann og unnusta hans lifðu af.“
Nú eru nemendur beðnir að velta fyrir sér hverjir ættu að fá matinn úr birgðageymslu skipsins.
Kennarinn les aftur upp staðhæfingar og biður pörin að ræða og ákveða hverjum þeirra þau séu
sammála, hvers vegna og hvort þau komi auga á aðrar lausnir.
1...,46,47,48,49,50,51,52,53,54,55 57,58,59,60,61,62,63,64,65,66,...212
Powered by FlippingBook