Lifað í lýðræði - page 46

44
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Kennslustundin
Nemendur skipta sér í fjögurra eða fimm manna hópa. Hver hópur þarf að nota blað og penna.
Kennarinn útskýrir fyrir nemendum að hann muni leggja fyrir þá ýmsar spurningar sem þeir eigi
að svara játandi eða neitandi og þeir eigi að undirbúa sig með því að skrifa upp bókstafina A til
R í láréttri röð, í stafrófsröð, og hafa gott pláss fyrir neðan þá. Kennarinn getur líka skrifað þetta
upp á töflu.
Dæmi
Spurningar: A B C D E F ………………………………….
Svör: 1 0 1 0 1………………………………………
Kennarinn spyr síðan ýmissa spurninga (frá A til R) af lista A, og nemendur svara, hver fyrir sig,
með því að skrifa 1 („já“) eða 0 („nei“). Kennarinn segir nemendum að jafnvel þótt þeir séu í vafa
um hverju svara skuli eigi þeir samt að skrifa það svar sem þeir telja réttara.
Listi A
Listi B
A. Ert þú kona?
A. Ert þú alltaf ánægð(ur)?
B. Hefur þú heimsótt fleiri en eitt erlent ríki?
B. Ert þú með neglur á fingrunum?
C. Finnst þér gaman að taka þátt í íþróttum?
C. Getur þú velt hlutunum svolítið fyrir þér?
D. Spilar þú á hljóðfæri?
D. Fæddi mamma þín þig?
E. Ert þú með brún augu?
E.
Getur þú flogið án hjálpartækja (eins og
fugl)?
F. Eru báðar ömmur þínar enn á lífi?
F.
Getur þú lifað án þess að fá eitthvað að
drekka?
G. Notar þú gleraugu?
G. Andar þú?
H. Finnst þér gaman að vera úti í sveit?
H. Áttu heima í vatni?
I. Ert þú frekar rólegur einstaklingur?
I. Hefur þú einhverjar tilfinningar?
J. Ert þú frekar hávaxin(n) (yfir meðallagi)?
J. Er blóðið í þér grænt?
K. Ert þú frekar dapur einstaklingur (yfir meðallagi)? K. Hefur þú einhvern tímann dottið?
L. Verður þér fljótt kalt?
L. Sérð þú í gegnum veggi?
M. Finnst þér gaman að ferðast?
M. Getur þú haft samskipti við aðra?
N. Finnst þér gaman að fara í hársnyrtingu?
N. Finnst þér gaman í góðu veðri?
O. Finnst þér gaman að vinna við tölvu?
O.
Þætti þér betra að þurfa ekki að hitta annað
fólk?
P. Ert þú lofthrædd(ur)?
P. Ert þú með tungu?
Q. Finnst þér brúnn litur fallegri en blár?
Q.
Getur þú gengið á vatni (eins og sum skordýr
gera)?
R. Hefur þú gaman af því að teikna/mála?
R. Ert þú stundum þreytt(ur)?
1...,36,37,38,39,40,41,42,43,44,45 47,48,49,50,51,52,53,54,55,56,...212
Powered by FlippingBook