Lifað í lýðræði - page 42

40
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
2. KAFLI Jafnrétti
Ert þú rétthærri en ég?
Hugtakið „jafnrétti“ felur í sér að allir, óháð aldri, kyni, kynferði, trú, þjóðerni o.s.frv., njóti sömu
réttinda.
Inngangur Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna hefst á orðunum „… viðurkenning þess
að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar
í heiminum”. Ekki er hægt að aðgreina hugmyndina um borgaravitund frá jafnréttismálum. Ójöfn-
uður innan eða milli samfélaga kemur í veg fyrir virka borgaravitund. Hugmyndin um jafnrétti er
því þungamiðjan í menntun til lýðræðislegrar borgaravitundar. Slík menntun verður að snúast um
jafnréttismál og efla fólk í baráttunni gegn hvers kyns mismunun.“
5
Í fjölbreytileika felst að umburðarlyndi þróist yfir í fullkomna virðingu fyrir því að ekki séu allir
eins. Hann er kjarni hugmyndarinnar um fjölhyggju og fjölmenningu og er sem slíkur hornsteinn
MLB. MLB verður því að veita nemendum tækifæri til að velta fyrir sér skynjun og skilningi og
takast á við fordóma og staðalímyndir. Einnig skal haft að markmiði að fjölbreytileika sé fagnað
og hann viðurkenndur innan sveitarfélaga, á landsvísu og í alþjóðasamfélaginu.
6
Að ýmsu leyti má líta á samstöðu sem hæfni einstaklinga til að hugsa ekki einungis um eigin hag
heldur viðurkenna réttindi annars fólks og sýna vilja til að efla þau og verja. Það er líka megin-
markmið MLB þar sem leitast er við að hver og einn öðlist þekkingu og færni og tileinki sér þau
gildi sem nauðsynleg eru til að geta lifað með sæmd í eigin samfélagi. Eins og áður hefur komið
fram er samstaða í verki nátengd hugmyndinni um framtak. Samstaða er þó ekki síður hugarástand
þar sem um tiltekið hegðunarmynstur er að ræða.
7
Fordómar eru dómar sem við leggjum á fólk án þess að þekkja það í raun og veru. Fordómar geta
verið jákvæðir eða neikvæðir. Við tileinkum okkur þá sem lið í félagsmótunarferli okkar og það er
erfitt að breyta þeim eða útrýma. Því er mikilvægt að vera vakandi fyrir tilvist þeirra.
Hægt er að beita mismunun með beinum eða óbeinum hætti. Bein mismunun einkennist af þeim
ásetningi að mismuna einstaklingi eða hópi, svo sem þegar atvinnumiðlun hafnar atvinnuumsókn-
um frá múslímum eða húsaleigufélag leigir ekki innflytjendum íbúðir. Óbein mismunun er afleiðing
stefnu eða aðgerða. Hún á sér stað þegar að því er virðist hlutlaust ákvæði, viðmið eða framkvæmd
er í raun einstaklingi eða einstaklingum í tilteknum minnihlutahópi í óhag, samanborið við aðra.
Þetta getur verið allt frá skilyrðum um lágmarkshæð slökkviliðsmanna (sem kann að útiloka fleiri
kven- en karlumsækjendur um starfið), til stórverslana sem ráða ekki fólk í síðum kuflum, eða op-
inberrar stofnunar eða skólareglna sem neita fólki sem hylur höfuð sitt um aðgang. Slíkar reglur,
sem virðast hlutlausar gagnvart þjóðaruppruna eða trú, geta í raun mismunað fólki í tilteknum
minnihluta- eða trúarhópum sem klæðist síðum kuflum eða gengur með höfuðslæður.
8
Hugtakið „kyngervi“ vísar til félagsmótaðra hlutverka kvenna og karla sem þeim eru tileinkuð
vegna kynferðis þeirra. Kynhlutverk fer því eftir tilteknu félags- og efnahagslegu, pólitísku og
menningarlegu samhengi og mótast einnig af öðrum þáttum, svo sem kynþætti, uppruna, stétt,
kynhneigð og aldri. Kynhlutverk eru áunnin og afar mismunandi eftir menningarheimum. Ólíkt
líffræðilegu kynferði getur kynhlutverk breyst.
9
5. Úr „A glossary of terms for education for democratic citizenship“, Karen O’Shea, Council of Europe, DGIV/EDU/CIT
(2003) 29.
6.
Sama rit
.
7.
Sama rit
.
8.
Sama rit
.
9.
Sama rit
.
1...,32,33,34,35,36,37,38,39,40,41 43,44,45,46,47,48,49,50,51,52,...212
Powered by FlippingBook