Lifað í lýðræði - page 8

6
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
á vandamálum og ágreiningi. Lýðræði hefur menningarlega skírskotun og í pólitísku tilliti er litið
á það sem óskráð félagslegt samkomulag sem stofnað er til af öllum þegnum samfélagsins. Hver
ný kynslóð verður því að skilja og styðja þetta óskráða félagslega samkomulag. Lýðræði og mann-
réttindi eru einn af sex grunnþáttum menntunar sem settir eru fram í aðalnámskrá grunnskóla frá
2011. Þeir eiga að fléttast inn í allt skólastarf.
Þetta dæmi sýnir að MLB/MRM hafa heildræna skírskotun og samþætta námsferlið á þremur svið-
um:
• þekking og skilningur (vitsmunasvið);
• uppbyggingu leikni og hæfni;
• uppbygging gilda og viðhorfa.
Þetta líkan af námssviðum á við um menntun almennt og mun því koma mörgum lesendum kunn-
uglega fyrir sjónir. Allir kennarar vita hve tilhneigingin til vitsmunalegs náms er mikil, einkum á
efri skólastigum. Hvernig svara þá MLB/MRM þeim kröfum sem settar eru fram í þessu heildræna
námslíkani? Með öðrum orðum, ef þetta er það sem nemendur eiga að læra, hvað þurfa þá kennarar
að gera?
Hverjar eru grunnreglur MLB/MRM?
Almennt séð samþætta MLB og MRM þessi námssvið með því að skapa þær aðstæður að nám fari
fram bæði innan og utan kennslustofunnar, þ.e. að einnig sé lært af reynslunni. MLB og MRM
grundvallast á þremur kennslufræðilegum aðferðum:
• að læra „um“ lýðræði og mannréttindi;
• að læra „af eða í“ lýðræði og mannréttindum;
• að læra „fyrir“ lýðræði og mannréttindi.
Þessar þrjár aðferðir á sviði MLB/MRM mynda eina samþætta heild. Þær koma við sögu í öllu starfi
kennara og þjóna námssviðunum þremur. Hér verða þessar aðferðir skoðaðar nánar.
Að læra „um“
Hér er skírskotun til samfélagsgreina og þjóðfélagsfræði sem námsgreinar. Að læra „um“ vísar til
vitsmunasviðs námsins. Viðmið í MLB/MRM-námsefni á þessu sviði taka til eftirfarandi atriða: að
nemendur geti útskýrt hvernig lýðræði virkar, samanborið við aðrar þjóðfélagsgerðir (einveldi, fá-
mennisstjórn); nemendur geti lýst hefð og sögulegu samhengi mannréttinda; þeir geti sýnt hvernig
sum þessara mannréttinda hafa verið sett inn í stjórnarskrá og þar með öðlast sess sem borgaraleg
réttindi sem njóta aukinnar verndar. Náms- og kennsluefni í MLB/MRM tengist því einnig greinum
eins og sögu, félagsfræði og hagfræði.
Að læra „af eða í“
Nemendur eiga ekki aðeins að þekkja rétt sinn til samfélagslegrar þátttöku, þeir eiga einnig að geta
nýtt sér hann. Þeir þurfa því að fá hagnýta reynslu og þjálfun í skólanum með því að taka þátt í
ákvörðunum eftir því sem kostur er. Kennarar ættu til dæmis að gefa nemendum tækifæri til að
tjá skoðanir sínar, bæði um málefni sem upp koma í kennslustundum og atriði sem varða kennslu
og rekstur skólans. Í þeim skilningi eru MLB og MRM fremur kennslufræðileg stefna en ákveðið
námsefni, og taka til allra innan skólans, ekki aðeins sérmenntaðra kennara. Gildi á borð við um-
1,2,3,4,5,6,7 9,10,11,12,13,14,15,16,17,18,...212
Powered by FlippingBook