Lifað í lýðræði - page 11

9
....................................................................................................................................................................................................................................................................................................
Inngangur
Þessi handbók er ætluð kennurum sem annast kennslu í 8., 9. eða 10. bekk grunnskóla. Námið fer
að miklu leyti eftir því hvað nemandinn veit nú þegar og hvaða lífsreynslu hann eða hún hefur.
Í köflum þessarar bókar er því lögð áhersla á menningarlegan þátt lýðræðisins, en í handbókinni
fyrir framhaldsskóla (MLB/MRM, IV. bindi) er sjónum beint að þeim þáttum lýðræðisins sem lúta
að stjórnmálum og stofnunum samfélagsins og að pólitísku ákvarðanaferli.
4
„Evrópska leiðin“ til MLB/MRM
Þessi handbók endurspeglar þá leið sem farin er í Evrópu á sviði MLB/MRM og er byggð á framlögum
hvaðanæva að. Hugmyndin að þessari bók og fyrsta gerð hennar varð til í Bosníu og Hersegóvínu.
Fjöldi kennara og sérfræðinga tók þátt í yfirlestri og umræðum um hana. Höfundar og ritstjórar
bókarinnar vinna út frá kennsluhefðum og aðferðum í Bretlandi, Belgíu, Sviss og Þýskalandi. Þegar
útgáfan var endurskoðuð komu Ólöf Ólafsdóttir og Sarah Keating-Chetwynd í Evrópuráðinu okkur
til aðstoðar sem og Sabrina Marruncheddu og dr. Wiltrud Weidinger (IPE í Zürich). Angela Doul
hjá Evrópuráðinu las lokahandritið. Myndskreytingar Petis Wiskemann gefa textanum aukið gildi.
Við þökkum textahöfundum, höfundi myndskreytinga, yfirlesurum og prófarkalesara fyrir framlag
sitt og aðstoð. Emir Adzovic, verkefnastjóri hjá Evrópuráðinu í Sarajevo, fær sérstakar þakkir en
hann hefur liðsinnt okkur á alla lund við MLB/MRM-verkefnin frá upphafi. Án aðstoðar hans, allt
frá því að þeim var hleypt af stokkunum, hefði þessi bók ekki orðið að veruleika. Einnig þökkum
við Heather Courant fyrir alla þolinmæðisvinnuna við að undirbúa ferðalög, afla vegabréfsáritana
og skipuleggja fundi. Við erum afar þakklát öllum samstarfsaðilum okkar í þessu Evrópuverkefni
sem stendur svo sannarlega undir því nafni.
Strassborg, ágúst 2007
Rolf Gollob (Zürich, Sviss)
Peter Krapf (Weingarten, Þýskalandi)
4. Hægt er að kenna hvaða aldurshópi sem er um MLB/MRM, að því gefnu að tekið sé tillit til kunnáttu og reynslu nem-
enda.
1...,2,3,4,5,6,7,8,9,10 12,13,14,15,16,17,18,19,20,21,...212
Powered by FlippingBook