Table of Contents Table of Contents
Previous Page  54 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 54 / 92 Next Page
Page Background

52

ingunni á framfæri. Gert er ráð fyrir að tilkynnt sé í nafni stofnunarinn-

ar og að tilkynningin sé á ábyrgð hennar en ekki einstakra starfsmanna.

Ef skólinn tilkynnir ekki en kennara finnst það nauðsynlegt liggur

ábyrgðin enn hjá kennara. Fræðsla og færniþjálfun starfsmanna er á

ábyrgð skólans og starfsmenn ættu að leita eftir henni ef frumkvæði

stjórnenda skortir.

Nýlegar tölur sýna að grunnskólar, sérfræðiþjónusta, fræðslu- eða skóla-

skrifstofur voru um 15% allra tilkynnenda og leikskólar um 1,5%, sem

verður að teljast lágt miðað við almenna skólasókn (Barnaverndarstofa,

2013). Tilkynningar leysa ekki vandann en þær geta tryggt velferð nem-

enda þegar henni er ógnað.

Tilkynning er áfangi

7.4

og ekki tilvísun

En stöldrum aðeins við. Hvernig er „tilkynningarhegðun“ fagfólks? Er

tilkynning tilvísun til barnaverndar? Það viðhorf að

tilkynning sé tilvís­

un til barnaverndar virðist útbreitt.

Er þá átt við að sumir álíta að með

því að tilkynna mál barns sé búið að senda það barnaverndarnefnd eða

skrifstofu til úrlausnar. Slíkt er byggt á misskilningi. Líta ber á tilkynningu

til barnaverndar sem

áfanga

á leið til lausnar en ekki sem endalok á

afskiptum skóla eða skólayfirvalda. Tilkynning bæði getur og ætti að

opna nýjar leiðir. Við sjáum strax að þetta er allt önnur hugsun en sú að

tilkynning sé „kæra“ eða að mál barns sé afhent öðrum sem taki nú við.

Þessi uppbyggilega hugsun hefur leitt til nýrra valkosta. Einn þeirra eru

tilkynningarfundir sem sums staðar hefur verið komið á. Þar er til-

kynnanda, e.t.v. ásamt fulltrúa nemendaverndarráðs, boðið á fund, þar

sem aðilar ræða um stöðu málsins og samið er um úrlausnir. Foreldrar,

tilkynnandi og barnaverndarstarfsmaður sitja tilkynningarfundi, sem

og barn ef það hefur aldur, vilja og getu til þess. Þetta úrræði er dæmi

um nýbreytni en virðist ekki enn ná til margra málefna barna. Að því er

best er vitað hefur ein úttekt verið gerð á tilkynningarfundum (Elísabet

Gunnarsdóttir, 2007). Vert er að geta þess að þeir virtust ýta undir frek-

ari samskipti og samvinnu starfsmanna barnaverndar við starfsfólk

leik- og grunnskóla. Fleiri nýjungar í anda uppbyggingar í barnaverndar-

starfi mætti ræða, svo sem um fjölskyldusamráð. Ítarlegustu upplýsingar

um slíkt er að finna á vef Reykjavíkurborgar um málefni barna og ung-

linga, sjá einnig Schjelderup, Omre og Marthinsen, (2005).

Tilkynning til barna-

verndar er ekki

kæra og líta ber á

hana sem áfanga á

leið til lausnar en

ekki sem endalok á

afskiptum skóla eða

skólayfirvalda