Ofbeldi_gegn_börnum - page 73

71
Annað efni
Áfallaviðbrögð við kynferðisofbeldi.
Bæklingur gefinn út af Neyðar-
móttöku vegna kynferðislegs ofbeldis og Embætti landlæknis (2012).
Ég, þú og við öll – Sögur og staðreyndir um jafnrétti.
Nemendabók
ásamt kennsluleiðbeiningum á vef. Námsgagnastofnun.
Leiðin áfram.
Tvö fræðslumyndbönd um réttarvörslukerfið fyrir brota-
þola og aðstandendur þeirra. Annað er ætlað brotaþolum yngri en
fimmtán ára og hitt er ætlað brotaþolum eldri en fimmtán ára. Mynd-
böndin eru gefin út af Vitundarvakningu um kynferðislegt, andlegt og
líkamlegt ofbeldi gegn börnum.
Leiðin áfram
er textuð á sex tungumál
og er þannig aðgengileg unglingum af erlendum uppruna og foreldrum
þeirra, sem og heyrnarskertum Íslendingum.
Verndum börn.
Upplýsingar á vegum Barnaheilla – Save the Children
á Íslandi um ofbeldi á börnum, einkenni, afleiðingar og hvert er hægt
að leita ef grunur vaknar um ofbeldi á barni. Vefsíðan er ætluð öllum
almenningi og ekki síst þeim sem starfa með og að málefnum barna.
.
Örugg saman.
Fræðsluefni gefið út af Embætti landlæknis og sam-
anstendur af kennarahefti og nemendahefti. Örugg saman fjallar um
andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi í nánum samskiptum og
hvernig megi bregðast við ef ofbeldi á sér stað. Efnið er byggt á bandaríska
námsefninu
Safe Dates
.
Örugg saman
er fyrst og fremst ætlað nemendum
í 9. og 10. bekk en gagnast framhaldsskólastigi sömuleiðis.
Kennsluaðferðir
Samvinnunám.
Á Kennsluaðferðarvefnum:
er að finna gagnlegar upplýsingar um samvinnu-
nám sem kennarar geta nýtt til þess að skipuleggja nám nemenda með
áherslu á samvinnu.
Bókmenntir.
Þegar fjallað er um sögur eða brot úr sögum ummargvísleg
samskipti er tilvalið að ræða efnið sérstaklega með tilliti til ofbeldis af
ýmsum toga, þar á meðal útilokun, umtal, kúgun, vanrækslu, vanmat
og líkamlegt ofbeldi. Dæmi:
Heimsljós
,
Hljóðin í nóttinni
,
Njála
, Jósef
og bræður hans í Mósebók, ýmsar þjóðsögur
.
1...,63,64,65,66,67,68,69,70,71,72 74,75,76,77,78,79,80,81,82,83,...92
Powered by FlippingBook