Previous Page  15 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 15 / 108 Next Page
Page Background

13

ÚR VERKFÆRAKISTU KENNARANS :

SKAPANDI SKÓLI

Einn, tveir og fjórir!

Einn, tveir og fjórir er aðferð sem á við þegar hvetja á nemendur til umræðna,

kanna forþekkingu þeirra og útvega verkfæri til að skilgreina eigin þekkingu,

ræða forþekkingu við samnemendur og komast að sameiginlegri niðurstöðu.

Nota má aðferðina í upphafi og við lok tíma, en einnig eftir lestur texta, sýningu

myndar, leiksýningu, athuganir á vettvangi og þar fram eftir götum.

1 nemandi

Hver og

einn

nemandi skráir hjá sér fimm atriði sem snerta

viðfangsefni tímans eða spurningu sem kennari ber upp.

2 nemendur

Eftir það setjast nemendur saman

tveir

og tveir og koma sér

saman um þrjú mikilvægustu atriðin.

4 nemendur

Í lokin eiga nemendapörin að para sig saman svo að

fjórir

nemendur lendi saman í hóp og komast að sameiginlegri

niðurstöðu um það hvaða atriði eða svar mæti best viðfangs-

efninu eða spurningunni sem lagt var upp með.

Í kjölfar könnunar um forhugmyndir eins og lýst er hér að framan er hægt

að senda nemendur út af örkinni í frekari þekkingarleit, allt eftir hópum,

viðfangsefnum og kringumstæðum hverju sinni. Nemendur geta notað ýmsa

miðla til að viða að sér upplýsingum, bækur, fræðslumyndir, netið eða vitneskju

og sérfræðikunnáttu annarra. Ef einhver á foreldri sem er sérfrótt á sviðinu má

mögulega leita til viðkomandi. Oftast hefur kennari ákveðið viðfangsefni í huga

þegar um svona vinnu er að ræða en stundum er gott að gefa nemendum lausan

tauminn til að fá fram spurningar þeirra og sjá hvað kemur út úr því.

Til þess að þekkingarleitin verði markviss er gott að móta nokkrar lykilspurn-

ingar með nemendum til að hafa að leiðarljósi áður en þeir hefja upplýsinga-

öflunina.