Previous Page  23 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 23 / 108 Next Page
Page Background

21

ÚR VERKFÆRAKISTU KENNARANS :

SKAPANDI SKÓLI

Aðgöngumiðinn

Nemendur fá afhentan miða, um leið og þeir ganga inn í stof-

una. Á miðanum getur verið opin spurning, þraut eða stað-

hæfing sem tengist viðfangsefni dagsins. Kennari getur notað

nokkra mismunandi aðgöngumiða í hvert skipti eða látið alla

fást við sama verkefnið. Nemendur fá ákveðinn tíma til að leysa

verkefnið skriflega á blaðið sitt (3–7 mínútur, eftir eðli við-

fangsefnis og hóps). Spurningar, staðhæfingar eða fyrirmæli á

aðgöngumiðanum geta til dæmis verið:

Þessi aðferð kemur nemendum að verki strax í upphafi kennslu.

Nemendum finnst oft spennandi að fá miðann afhentan og

byrja strax að vinna. Nota má þessa aðferð í upphafi hvers dags,

ákveðinna kennslustunda, vikulega eða eftir því sem hentar

hverjum kennara og nemendahópi. Aðgöngumiðar geta síðan

farið í safnmöppu, upp á vegg eða til yfirlestrar hjá kennara.

Þegar svo ber undir má láta nemendur kynna og ræða svör sín

eða hugleiðingar.

Önnur útfærsla á aðgöngumiðanum

Kennari skrifar spurningu eða staðhæfingu á töfluna og nem-

endur skrá hana hjá sér ásamt svari eða athugasemdum í leiðar-

bók eða dagbók. Nemendur fá þá allir sömu spurninguna og

forvitnilegt getur verið að rýna í mismunandi svör.

Lýstu

draumastarfinu

þínu.

Segðu frá

uppáhaldsstaðnum

þínum á Íslandi.

Páskaegg

eru best í heimi!

Ertu sammála?

Ósammála?

Hver eru rökin?

Út sk ýrðu

umferðarmerkin

sem þú sérð út

um gluggann.

Finndu uppskrift

að skúffuköku

Þrefaldaðu uppskriftina fyrst

og helmingaðu hana svo.