Previous Page  22 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 22 / 108 Next Page
Page Background

20

Veldu mynd!

Til að brjóta ísinn og fá nemendur til að tjá sig má láta þá velja

sér mynd eða kort úr safni mynda. Fyrirmælin eru mismun-

andi eftir efni kennslustundar en ef stefnt er að hópefli gætu

fyrirmælin verið eftirfarandi:

Veldu þá mynd sem heillar þig mest.

Eða ef til vill þessi:

Veldu þá mynd sem þér finnst eiga best við efni þessarar

kennslustundar. Svo raða nemendur sér í hring og segja frá

myndinni eða kortinu sínu og ástæðunni fyrir vali sínu.

Myndir geta verið kveikjur í margs konar verkefnum og hafa

margir kennarar komið sér upp safni póstkorta og mynda

sem til dæmis fást oft án endurgjalds á ferðamannastöðum og

kaffihúsum. Einnig mætti prenta myndir út af myndasíðum á

netinu og jafnvel tefla fram myndum á tjaldi eða skjá.