Previous Page  16 / 212 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 16 / 212 Next Page
Page Background

14

Lifað í lýðræðisríki

................................................................................................................................................................................................................................................................................

Hugtakapúsl – líkan af hugsmíðanámi

Hugtakapúslið er gegnumgangandi í bókinni eins og leiðarhnoða. Það birtist á upphafssíðu hvers

kafla og myndin sem tengist lykilhugtaki viðkomandi kafla er þá í forgrunni. Hér hefur teikningun-

um verið raðað saman þannig að sjá má púslið í heild sinni. Lesa má ýmislegt út úr myndinni.

Í fyrsta lagi gefur texti hverrar myndar greinilega í skyn hvaða hugtak listamaðurinn, Peti Wiske-

mann, hafði í huga. Þegar öllum teikningunum er síðan raðað saman sýnir púslið að hugtökin níu

tengjast á margvíslegan hátt og mynda merkingarbæra heild.

Púslið gefur þó til kynna að sú röð lykilhugtaka sem fjallað er um í þessari bók sé tæmandi; engu

megi bæta við eða sleppa. Frá þeim sjónarhóli gæti virst sem púslið gæfi misvísandi skilaboð, sem

benti til þess að ekki væri um kennslufræðilegt val að ræða innan hugtakaramma bókarinnar.

Þessi níu hugtök mynda auðvitað ekki lokað kerfi hvað varðar kenningar eða skilning. Þau voru

aftur á móti valin vegna þess að þau eru talin vera afar mikilvæg og koma að miklu gagni. Önnur

hugtök hefðu einnig verið áhugaverð, til dæmis peningar, vald eða hugmyndafræði. Bókin býður

fremur upp á hagnýt „verkfæri“ en fræðikenningu og bæði er hægt að staðfæra hana og auka við

efni hennar.