Previous Page  17 / 212 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 17 / 212 Next Page
Page Background

15

....................................................................................................................................................................................................................................................................................................

Inngangur

Á hinn bóginn felur tilraunin til að skilja í sér merkingarleit og samkvæmt hugsmíðahyggjunni fel-

ur námsferlið í sér viðleitni til að skapa merkingu. Nemendur tengja nýjar upplýsingar því sem þeir

þegar vita og skilja. Þannig má segja að púslið sé táknrænt fyrir það hvernig nemandi skapar merk-

ingu. Nemendur munu reyna að tengja lykilhugtökin hvert við annað. Þannig búa þeir til eigið púsl

í huganum með því að tengja hlutina á ýmsan hátt og hver með sínu lagi. Ef til vill uppgötva þeir

einhverjar eyður eða misræmi og spyrja spurninga sem varða ekki aðeins lykilhugtökin í þessari

bók. Niðurstöður þeirra verða með ýmsu móti og púslið mun endurspegla það því að hugtökunum

verður öðruvísi raðað upp en í skýringarmyndinni og töflunni hér fyrir framan. Nemendur geta gert

mistök þegar þeir búa til sitt eigið púsl og ættu því að segja bekknum hvernig gekk. Ef þörf krefur

ætti kennarinn eða einhver nemandi að leiðrétta þá (afbygging).

Þegar kennarinn notar þessa bók og undirbýr kennsluna hefur hann ákveðna hugmynd um hvernig

þessi hugtök tengjast og hvernig nemendur geta skilið þau, eða ættu að skilja þau.

Eins og máltækið segir, mynd segir meira en þúsund orð. Þannig getur þetta púsl sagt lesandanum

heilmikið um lykilhugtökin í þessari bók; um það sem kann að koma upp í hugann þegar velja skal

leiðir, og um hugsmíðanám.

Myndir hjálpa lesandanum (íhygli)

Í þessum kafla hefur verið fjallað um huglægt fyrirbæri – hugtök. Það er krefjandi verkefni fyrir

höfundinn að koma erindi sínu skýrt til skila og það reynir á lesandann að skilja það. Þessari sam-

eiginlegu reynslu höfundar og lesanda svipar um margt til samskipta kennara og nemenda. Það er

því ómaksins vert að velta fyrir sér þeim boðskiptum sem fara á milli höfundar og lesanda í þessum

kafla. Þá notum við enn á ný aðleiðsluaðferðina, byggjum á hlutlægri, sameiginlegri reynslu í því

skyni að öðlast almenna innsýn sem beita má á öðrum sviðum, einkum í námi og kennslu.

Rannsóknir hafa sýnt að margir lesendur skoða myndir og línurit áður en þeir lesa texta bókar.

Styrkur myndanna felst í því að þær höfða til ímyndunaraflsins og úr þeim má lesa ýmsar upplýs-

ingar. Veikleiki þeirra er sá að upplýsingarnar eru ekki settar fram með orðum. Lesandanum getur

því dottið eitthvað allt annað í hug en höfundurinn ætlaðist til.

Höfundur, lesandi og skilaboð mynda þríhyrnd tengsl. Á slíkri skýringarmynd er einn liðurinn

alltaf úr tengslum við hina tvo. Þar með hefur höfundurinn ekki á valdi sínu hvað lesandinn les út

úr skilaboðunum, rétt eins og enginn kennari getur ákveðið hvað nemandi kemur til með að muna

eða gleyma. En sé gert ráð fyrir að lesandinn hafi áhuga á og vilji komast að því hvort skilningur

hans á myndinni sé réttur – hvort sem hann er í samræmi við það sem höfundurinn ætlaði sér að

koma til skila eða ekki – þá ætti höfundurinn að setja inn texta sem segir eitthvað um myndina

eða útskýrir hana.

Höfundur

Lesandi

Skilaboð

Kennari

Nemandi

Námsefni

Áhugavert er að bera saman samskiptamynstur höfundar og lesanda, og kennara og nemenda á

skýringarmyndinni af þríhyrningstengslunum. Sjá má hliðstæður en einnig verulegan mismun.

Í báðum tilvikum er dreginn upp þríhyrningur en það merkir að enginn einn liður eða aðili er

ríkjandi. Höfundar eiga samskipti við lesendur sína í verkum á borð við þessa handbók. Yfirleitt

er um einhliða samskipti að ræða. Höfundur og lesandi hittast yfirleitt ekki augliti til auglitis og

höfundurinn fær ekki reglulega endurgjöf á verk sitt. Hann getur ekki stjórnað því hvaða hugmyndir

skjóta upp kollinum hjá lesandanum.