Previous Page  212 / 212
Information
Show Menu
Previous Page 212 / 212
Page Background

Þessi

handbók er ætluð kennurum til þess að nota í tengslum við

mannréttindamenntun (MRM) og menntun til lýðræðislegrar

borgarvitundar (MLB) og einnig höfundum og ritstjórum námsefnis og

námskráa. Í ritinu eru níu kaflar með um það bil fjórum kennslustundum í

hverjum þar sem sjónum er beint að lykilhugtökum á sviði MLB og MRM.

Í kennsluáætlunum er inntaki kennslustunda lýst skref fyrir skref og þeim

fylgja dreifiblöð fyrir nemendur og ítarefni fyrir kennara. Handbókin hentar

því einkar vel kennaranemum og kennurum sem eru að byrja sinn starfsferil

sem og kennurum sem sækja símenntun í MLB og MRM. Reyndir kennarar

geta aðlagað efnið að sínum aðstæðum og nemendum. Efni handbókarinnar

spannar heilt skólaár og hæfir nemendum í efri bekkjum grunnskóla en þar

sem hver kafli er sjálfstæður býður bókin upp á mikinn sveigjanleika í notkun.

Markmiðið með MLB/MRM er að kenna börnum að verða virkir samfélags-

þegnar sem eru fúsir og færir um að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi. Því er

í MLB/MRM lögð mikil áhersla á virkar aðferðir í námi. Litið er á skólasamfé-

lagið sem fullgildan reynsluheim þar sem ungt fólk getur snemma lært að taka

þátt í lýðræðislegum ákvörðunum og að axla ábyrgð. Nemendum er ætlað að

hafa lykilhugtök sem snerta MLB/MRM að leiðarljósi alla ævi.

Eftirtalin rit í þessum flokki eru gefin út í íslenskri þýðingu:

MLB/MRM II. bindi

Uppvöxtur í lýðræði: Kennsluáætlanir fyrir miðstig grunnskóla

um lýðræðislega borgarvitund og mannréttindi

MLB/MRM III. bindi Lifað í lýðræði: MLB/MRM kennsluáætlanir fyrir efri bekki

grunnskóla

MLB/MRM IV. bindi Þátttaka í lýðræði: Kennsluáætlanir fyrir framhaldsskóla

um lýðræðislega borgarvitund og mannréttindi

Leiðir kennara til að efla menntun á sviði borgaravitundar og mannréttinda: Rammi að

færniþróun

Í Evrópuráðinu eru 47 aðildarríki sem ná yfir meginhluta álfunnar. Markmið þess eru að vernda

mannréttindi, lýðræði, lög og réttarfar sem tekur mið af Mannréttindasáttmála Evrópu og öðrum

lagatextum um vernd einstaklinga. Frá stofnun Evrópuráðsins 1949, í kjölfar síðari heimsstyrjald-

ar, hefur það verið tákn um sátt og samlyndi.

NÁMSGAGNASTOFNUN

Mennta- og

menningarmálaráðuneytið

Útgáfa Evrópuráðsins

40601