Previous Page  204 / 212 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 204 / 212 Next Page
Page Background

202

Lifað í lýðræðisríki

................................................................................................................................................................................................................................................................................

3. kennslustund

Ég og hlutverk mitt

Til hvers á land að ætlast af þegnum sínum?

Markmið

Að nemendur fræðist um skyldur þegnanna í lýðræðisþjóðfélagi.

Verkefni nemenda

Nemendur íhuga hver ábyrgð þegnanna er og hvernig hægt er að hvetja þá til að axla þá ábyrgð

af meiri alvöru.

Gögn

Bunki af umræðuspjöldum (dreifiblað 9.2), stórt blað og merkipennar fyrir hvern fjögurra til sex

manna hóp.

Aðferðir

Kynningar, vinna í litlum hópum og umræður í bekk.

Ábending

Þegnar í lýðræðisþjóðfélagi gera ráð fyrir vissum réttindum sér til handa, svo sem borgaralegum

réttindum, stjórnmálalegum réttindum, menningarlegum réttindum og umhverfisréttindum. Um-

deilt er hver þessi réttindi skuli vera. Hið sama gildir um ábyrgðina sem fylgir þessum réttindum.

Sumir telja að aðeins ein skylda hvíli á þegnunum – að hlýða lögum. Aðrir álíta að þjóðfélagið

krefjist mun víðtækari ábyrgðar af þegnunum.