Previous Page  202 / 212 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 202 / 212 Next Page
Page Background

200

Lifað í lýðræðisríki

................................................................................................................................................................................................................................................................................

2. kennslustund

Ef þú værir forseti

Til hvers er ríkisstjórn?

Markmið

Að nemendur geti útskýrt hlutverk og ábyrgð ríkisstjórnar.

Verkefni nemenda

Nemendur ímynda sér að þeir myndi ríkisstjórn og þurfi að ákveða hvernig þeim fjármunum sem

hún hefur til ráðstöfunar skuli varið.

Þeir íhuga hvers konar þjóðfélagslegum markmiðum þeir vildu helst ná.

Gögn

Stórt blað, merkipennar og listi yfir valkosti fyrir hvern fjögurra til sex manna hóp.

Aðferðir

Veggspjöld, kynningar, vinna í litlum hópum og hópumræður.

Hugtakanám

Skylda ríkisstjórnar í lýðræðisþjóðfélagi er að vinna að sameiginlegum hagsmunum allra. Þetta

eru ekki einungis hagsmunir meirihlutans, heldur það sem telst vera ótvíræður hagur alla þegna

þjóðfélagsins. Hvað þetta merkir í reynd er oft deiluefni. Fjöldi þjóðfélagslegra – stundum ósam-

rýmanlegra – markmiða hefur verið tilgreindur, svo sem velferð, öryggi, réttlæti, félagsleg sátt,

mannréttindi eða velmegun. Forgangsröðun þessara þátta í raunverulegum fjárlögum getur verið

erfið viðfangs, einkum vegna þess að stjórnvöld hafa yfirleitt yfir takmörkuðum fjármunum að

ráða.