Previous Page  206 / 212 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 206 / 212 Next Page
Page Background

204

Lifað í lýðræðisríki

................................................................................................................................................................................................................................................................................

4. kennslustund

Nemendaþing

Hvernig ætti að stjórna skólum?

Markmið

Að nemendur geti skilgreint viðmið um stjórn skólans og hlutverk nemendahópsins í því sambandi.

Verkefni nemenda

Nemendur íhuga hvernig hið ímyndaða nemendaþing þeirra myndi starfa.

Gögn

Spurningalisti fyrir hvern nemanda (dreifiblað 9.3) og stórt blað og merkipennar fyrir hvern fjögurra

til sex manna hóp.

Aðferðir

Kynningar, einstaklingsverkefni og vinna í litlum hópum og umræður í bekk.

Ábendingar

Ungmenni eru einnig samfélagsþegnar. Þau eiga rétt á að lýsa skoðunum sínum á hverju því sem

snertir þau og samfélag þeirra, einnig skólann þeirra. Kerfi sem leyfa nemendum að hafa eitthvað

að segja um stjórn skólans tryggja ekki einungis að þeir njóti þessara réttinda heldur stuðla einnig

að því að þeir fræðist um lýðræðisleg ferli. Hvernig kerfið ætti að vera er hins vegar álitamál. Sumir

telja mikilvægt að allir skólar hafi sérstakt nemendaþing, aðrir segja að slíkt sé ekki nauðsynlegt og

að aðrar leiðir séu færar til að skapa nemendum tækifæri til að hafa áhrif á stjórn skólans.

Kennslustundin ætti að byrja á framlagi nemenda sem þeir hafa undirbúið heima. Ef þeir hafa mik-

ið fram að færa og margt þarf að ræða getur þurft að taka viðbótarkennslustund í þetta. Þar sem

tíminn er ekki ótakmarkaður gæti kennarinn einnig farið yfir verkefni nemenda og gert skriflegar

athugasemdir. Hann þarf einungis að gæta þess að verkefnum nemenda sé einhver gaumur gefinn.