Previous Page  207 / 212 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 207 / 212 Next Page
Page Background

205

.............................................................................................................................................................................................................................................................................

9. kafli – Stjórnarfar

Kennslustundin

Nemendur hefja kennslustundina á því að kynna niðurstöður kannana sinna sem sýna hvað fjöl-

skyldum þeirra og vinum finnst um skyldur þegnanna. Nemendur ræða niðurstöðurnar.

Kennarinn kynnir nýja viðfangsefnið með því að vísa til verkefna nemenda, eins og við á, og spyrja

þá hversu vel þeim þyki skólaráðið eða nemendaþingið gegna hlutverki sínu. Ef ekki er um að ræða

neins konar þátttöku nemenda í stjórn skólans sem stendur ætti kennarinn að spyrja nemendur

hvort þeir viti um skóla með slíku fyrirkomulagi, og ef svo er, hvernig það sé.

Kennarinn fær nemendum það verkefni að skipuleggja hið fullkomna nemendaþing – það er

samkomu lýðræðislega kjörinna nemenda sem gæta heildarhagsmuna nemenda skólans.

Hann afhendir nemendum síðan spurningalista (dreifiblað 9.3) sem þeir fylla út sjálfir.

Síðan skiptir hann bekknum í fjögurra til sex manna hópa. Hóparnir fá dálítinn tíma til að bera

saman svör sín við spurningalistanum og spyrja hver annan fleiri spurninga. Þá lætur kennarinn

hvern hóp fá nokkra merkipenna og stórt blað. Verkefni hópanna er að gera stofnskrá fyrir nem-

endaþingið. Kennarinn útskýrir hvað stofnskrá er og gefur nokkur dæmi um reglur sem gætu átt

heima í stofnskrá nemendaþings.

Þegar hóparnir hafa lokið vinnu sinni kynna þeir hana fyrir bekknum og velta fyrir sér álitamálum

sem ber á góma, til dæmis:

• Hversu mikil völd eiga nemendur að hafa og hversu mikil völd eiga skólastjórnendur og

kennarar að hafa?

• Hver á að eiga síðasta orðið þegar kemur að ákvörðunum sem snerta stjórn skólans?

• Getur skóli verið lýðræðissamfélag?

Loks eiga nemendur að útbúa í sameiningu kynningu fyrir skólastjórnendur og, ef þeir vilja, setja

fram raunhæfar tillögur um eigið skólaþing.

Sem heimaverkefni ættu nemendur að gera könnun meðal fjölskyldu og vina og spyrja þá:

• Finnst þér að allir skólar í landinu ættu að hafa nemendaþing? Hvers vegna (eða

hvers vegna ekki)?

Nemendur kynna niðurstöður könnunarinnar í byrjun næstu kennslustundar.