Previous Page  12 / 212 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 12 / 212 Next Page
Page Background

10

Lifað í lýðræðisríki

................................................................................................................................................................................................................................................................................

Hugtakarammi bókarinnar: lykilhugtök

Lykilhugtök á sviði MLB/MRM – verkfæri fyrir virka þjóðfélagsþegna

Í þessari bók er lögð áhersla á hugtök og þannig er hefðbundnum kennslufræðilegum aðferðum á

sviði samfélagsfræði og öðrum sviðum framfylgt. Hugtök eiga rætur að rekja til kenninga en í námi

og kennslu skapa þau ekki kerfisbundinn kenningaramma. Þau eru frekar valin vegna þess að þau

koma nemendum að gagni.

Hugtök bjóða upp á vitsmunalega formgerð sem gerir nemendum kleift að fella nýjar upplýsingar

inn í merkingarbært samhengi og festa þær betur í minni (nám í anda hugsmíðahyggju). Þetta á

einkum við um staðreyndir og tölulegar upplýsingar sem nemendur yrðu að öðrum kosti að læra

utanbókar. Hugtök koma sér einnig vel þegar dagblöð eru lesin eða hlustað er á fréttir því að mál-

efni öðlast merkingu þegar hægt er að tengja þau hugtökum á borð við lýðræði, vald, ágreining

eða ábyrgð. Hugtök eru því ómissandi þáttur í menntun upplýstra einstaklinga. Og þau formgera

ekki aðeins hlutina í námi; þau skipta einnig máli við mótun gildismats og þjálfun færniþátta. Þessi

tengsl koma fram í öllum köflum þessarar bókar eins og nánar verður sýnt fram á hér á eftir.

Nemendur sem lært hafa að spyrja spurninga í ljósi lykilhugtaka á sviði MLB/MRM verða betur í

stakk búnir til að vinna úr nýjum upplýsingum og leysa vandamál í framtíðinni (nám alla ævi).

Hugtakanám er nemendum einnig góður undirbúningur undir frekara nám á háskólastigi þar sem

þeir munu ef til vill fjalla um þær kenningar sem ala af sér hugtök.

Hvernig skilja og nota nemendur lykilhugtök?

Að hugsa og læra byggist að miklu leyti á því að tengja hið hlutlæga við hið huglæga. Hugtök

eru huglæg, alhæfðar afurðir greininga og röksemda. Nemendur geta beitt tveimur aðferðum við

að skilja hugtak, þ.e. afleiðslu eða aðleiðslu. Með afleiðsluaðferðinni er gengið út frá hugtaki sem

sett er fram í fyrirlestri eða texta og síðan er það heimfært á eitthvað hlutlægt, svo sem vandamál

eða reynslu. Aðleiðsluaðferðin fer gagnstæða leið, þá er gengið út frá hinu hlutlæga og það rakið

til hins huglæga. Lesendur munu komast að því að í köflum þessarar bókar er aðleiðsluaðferðinni

yfirleitt beitt.

Lykilhugtökin í bókinni eru því mótuð út frá hlutlægum dæmum – oft frásögnum eða dæmisögum.

Þegar nemendur velta fyrir sér hvað tiltekið dæmi fjalli almennt um eru þeir að leita eftir hugtaki

sem dregur saman hin alhæfðu viðhorf. Kennarinn ákveður hvenær og hvernig kynna skal hugtakið.

Hugtök eru verkfæri til skilningsauka sem nemendur geta beitt þegar ný viðfangsefni koma upp.

Því oftar sem þeir nota hugtak, þeim mun meiri skilning öðlast þeir á því, og þeim mun þéttari

verða tengslin og allt samhengið (vitsmunalegt form). Í stað þess að nemendur læri afmarkaðar

staðreyndir utanbókar geta þeir tengt nýjar upplýsingar þeim grunnskilningi sem þeir hafa þegar

mótað með sér.

Hvernig er hægt að staðfæra þessa handbók?

Í köflum bókarinnar er fyrra mikilvæga námsskrefinu af tveimur lýst, að fara frá hinu hlutlæga yfir

í hið huglæga. Þar er verkfærin að finna og síðan er það kennara og nemenda að ákveða hvernig

þau skuli notuð. Það er síðara skrefið frá hinu huglæga og til baka í hið hlutlæga. Þarfir og áhuga-

mál nemenda eru ekki einungis mismunandi – málaflokkarnir og efniviðurinn, stofnanaramminn

og menntahefðirnar eru einnig mismunandi milli landa. Taka skal mið af því þegar bókin er stað-

færð.