Previous Page  9 / 212 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 9 / 212 Next Page
Page Background

7

....................................................................................................................................................................................................................................................................................................

Inngangur

burðarlyndi og ábyrgð lærast með aukinni reynslu og mikilvægt er að kennarar – allir kennarar,

í öllum námsgreinum – séu góðar fyrirmyndir. Hins vegar er ekki nóg að litið sé á lýðræðisleg

gildi sem hegðunarmynstur sem ekki þurfi að ræða um. Fjalla þarf um reynslu í skólalífi og tengja

hana hugtökum og kerfisbundnum leiðum til skilnings (að læra „um“). MLB/MRM eru háðar báð-

um þessum sviðum, og umræðan um hvort MLB/MRM sem algild kennslufræðileg regla geti leyst

námsþáttinn MLB/MRM eða þjóðfélagsfræði af hólmi er misvísandi.

Að læra „fyrir“

Þessi kennslufræðilega sýn vísar til tengslanna milli reynslu í skóla og lífsreynslu síðar á ævinni.

Í MLB/MRM er gengið út frá því að reynsla í skóla skipti máli fyrir almenna og pólitíska félags-

mótun. Menntun, þar á meðal sjálft skólalífið, er vissulega undirkerfi sem stjórnast af tilteknum

þörfum og reglum og reynslu sem fengin er í þessu undirkerfi er ekki hægt að yfirfæra með beinum

hætti. En á hinn bóginn er skólalífið fyrst og fremst hluti af hinu raunverulega, daglega lífi. Margt

af því sem nemendur upplifa í skóla mun endurtaka sig þegar þeir ná fullorðinsaldri, til dæmis

vandamál sem varða jafnrétti kynjanna, aðlögun fólks af öðru þjóðerni eða með annan félagslegan

bakgrunn, ofbeldi, ábyrgð, ójafna skiptingu valds og skort á lykilverðmætum (svo sem peningum

og tíma), hlýðni við lög og reglur, sem og málamiðlanir. Að læra „fyrir“ vísar til þess hve menntun

er mikilvægur undirbúningur fyrir framtíðina. Kennarar í öllum námsgreinum þurfa því að þjálfa

nemendur í að taka virkan þátt í því sem fram fer, þannig að þeir geti til dæmis sett skoðun sína

fram á skýran og hnitmiðaðan hátt á opinberum vettvangi.

Í MLB er gert ráð fyrir að skólinn sé staður þar sem nemendur læra af reynslunni. Skóli er lifandi

staður en ekki einangrað fyrirbæri þar sem fræðilegt nám um lífið síðar á ævinni fer fram. Skólinn

er örsamfélag, eins konar líkan af samfélaginu í heild sinni.

3

Skólinn getur að vissu marki orðið

líkan af betra og lýðræðislegra samfélagi þar sem þegnarnir í skólasamfélaginu geta verið virkari

í ákvarðanatökum innan skólans en þeim er kleift að vera utan hans. Að læra „fyrir“ lýðræði og

mannréttindi merkir að tileinka sér hvernig taka skuli þátt í samfélagi, en að læra „af eða í“ lýðræði

og mannréttindum merkir að slíku samfélagi sé stjórnað á lýðræðislegan hátt, þar sem litið er á

mannréttindi og réttindi barna sem uppeldisfræðileg leiðarljós. Lýðræði byggist á pólitískri menn-

ingu sem nemendur verða að tileinka sér með þeirri reynslu sem þeir öðlast í skólum, og með því

að velta fyrir sér hvað felst í slíkri reynslu (að læra „um“).

MLB/MRM felur í sér tækifæri til menntaumbóta sem ná til alls skólastarfsins og sem allir kennarar,

skólastjórnendur og aðrir sem koma að skólastarfinu taka þátt í. Það sem þessi handbók snýst aftur

á móti um er menntun til lýðræðislegrar borgaravitundar og mannréttindamenntun sem námsgrein

í skólum. Framfarir eiga sér stað í mörgum litlum skrefum, og ferlið og niðurstaðan verða mismun-

andi eftir löndum og aðstæðum á hverjum stað. Fyrstu skrefin þarf að taka í kennslustofunni þar

sem kennarar ákveða hverju þeir vilja breyta. Spurningin um aðferðir og innihald er því mikilvæg

út frá þessu sjónarmiði.

Hvernig tengist efnið aðferðinni í MLB/MRM?

Almennt séð er nám það starf sem nemandinn sinnir. Nám er virkt ferli sem er mismunandi frá

einum nemanda til annars (námskenningar í anda hugsmíðahyggju). Dæmið hér framar felur í

stuttu máli í sér að nemendur geti aðeins lært að njóta tjáningarfrelsisins með því að nýta sér það

stöðugt – „nýta það eða glata því“. Hlutverk kennara – ekki aðeins í MLB/MRM, heldur einnig í

öðrum greinum – er að skapa nemendum sínum námstækifæri og verkefni sem efla þetta náms-

ferli, til dæmis með kynningum, umræðum, kappræðum, ritgerðum, veggspjöldum, listsköpun eða

myndbandsupptökum.

3. Þessi hugmynd er studd af fræðimönnum, t.d. Dewey (skólinn sem „ómótað samfélag“) og von Hentig („skólinn sem

„polis““ (polis er gríska og merkir borg).