Previous Page  13 / 212 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 13 / 212 Next Page
Page Background

11

....................................................................................................................................................................................................................................................................................................

Inngangur

Í köflum bókarinnar er að finna verkfæri sem stuðla að pólitísku læsi, aukinni leikni og mótun

viðhorfa. Ekki er vísað til málefna í einhverju tilteknu landi á tilteknum tíma, en lesandinn mun

oft finna tillögur sem kennarar og nemendur geta nýtt sér til að afla sér efnis sem setur kaflana í

samhengi við aðstæður í heimalandi þeirra. Ritstjórar og þýðendur, sem og kennarar, þurfa að vita

af þeim kosti sem þannig er boðið upp á. Rétt eins og hvert land mótar eigin lýðræðishefðir, sem

eiga sér rætur í menningarhefð og félagslegri þróun þess, þarf hvert land að móta eigið nám á sviði

MLB/MRM með því að vísa til viðkomandi mennta- og skólakerfis, stofnanaramma hins pólitíska

kerfis, pólitískra málefna og ákvarðanaferla.

Hvaða lykilhugtök eru notuð í þessari handbók?

Hugtakakortið hér fyrir neðan, sem er sammiðja hringteikning, sýnir hvaða lykilhugtök er stuðst

við í köflum bókarinnar.

Hugtakið „lýðræði“ er í miðju kortsins til að sýna að það

kemur ávallt við sögu þegar MLB/MRM er annars vegar.

Meginmarkmiðið með MLB/MRM er virk þátttaka allra

þegna í lýðræðisþjóðfélagi, og þess vegna er þetta hugtak

í brennidepli.

Í næsta hring eru þrír lykilþættir lýðræðisins: réttindi,

ábyrgð og réttlæti. Þeir vísa til þriggja gagnvirkra og

mikilvægra skilyrða sem þurfa að vera fyrir hendi ef lýð-

ræðið á að virka.

Til að þegnar samfélagsins geti tekið þátt í ákvarðana-

tökum verða þeir að njóta grundvallarmannréttinda – svo

sem kosningaréttar, tjáningarfrelsis, fjölmiðlafrelsis, jafn-

réttis fyrir lögum og réttarins til meirihlutastjórnar. Í lýð-

ræði felst samkeppni – það er samkeppni milli hagsmuna,

hugmynda og gilda – og verðmætin eru af skornum

skammti. Möguleikunum á að hafa áhrif á ákvarðanatök-

ur, einkum í markaðshagkerfum þar sem samkeppni ríkir,

er þó misskipt, og í samfélaginu er velferð og tækifærum einnig misskipt. Það er pólitískt málefni

hvort og að hve miklu leyti skal leiðrétta skal efnahagslega og félagslega skiptingu gæða (félagslegt

réttlæti). Þjóðfélagsþegnum ber að nýta réttindi sín til að standa vörð um hagsmuni sína en ekkert

samfélag lifir af ef þegnar þess hirða hvorki hver um annan né um sameiginleg hagsmunamál sín

(ábyrgð). Þetta stutta yfirlit sýnir að hugtökin eru ekki afmörkuð; það ríkir spenna á milli þeirra

sem þarf að jafna og hafa skilning á.

Hugtökin í ysta hringnum tengjast þessum lykilhugtökum og hvert öðru á ýmsan hátt.

Örvarnar sem vísa út sýna að öll þessi hugtök má nota við lausn vandamála af ýmsu tagi – siðferði-

legra, félagslegra, efnahagslegra, lagalegra, pólitískra og umhverfistengdra.

Lykilhugtök og námssvið í MLB/MRM

Lykilhugtökin tengjast bæði efni hvers kafla og námssviðunum þremur sem gerð var grein fyrir í

inngangi. Í eftirfarandi töflu má sjá efni kaflanna með tilliti til kennslu um, af/í og fyrir lýðræði og

mannréttindi. Taflan sýnir einnig hvernig og hvers vegna kaflarnir hafa verið flokkaðir undir fjórar

fyrirsagnir sem vísa til lykilatriða á sviði MLB/MRM:

Lýðræði

Ábyrgð

Réttindi

Réttlæti

Vald/Yfirráð

Jafnrétti/

Fjölbreytileiki

Lög/Reglur

Samvinna/

Ágreiningur

Einstaklingur/

Samfélag

Umhverfismál

Pólitísk mál

Félagsleg mál

Efnahagsleg mál

Siðferðileg mál

Lagaleg mál

Lykilmarkmið

Þátttaka/

Virkir þjóðfélagsþegnar

Kort sem sýnir lykilhugtök í MLB/MRM