Table of Contents Table of Contents
Previous Page  66 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 66 / 92 Next Page
Page Background

64

Könnun á líðan í bekknum – hópnum

Nemendur eru beðnir að skrifa einn tölustaf á ómerktan miða sem þeir

brjóta saman og afhenda kennaranum. Tölurnar eru á bilinu 1–10. Talan

10 merkir að nemandanum geti ekki liðið betur í bekknum en talan 1

að honum líði mjög illa þar. Kennarinn skráir tölurnar af miðunum á

mæli með skalanum 1–10, sem hann hefur teiknað og sett upp á töflu.

Nemendur og kennarinn skoða niðurstöðurnar saman og ræða um

merkingu þeirra og hvernig hægt sé að bregðast við þeim. Að sjálfsögðu

er ekki ætlunin að nemendur reyni að greina hver á hvaða svar en ef ein-

hverjir nemendur gefa líðan sinni mjög lágar einkunnir þarf kennarinn

að halda vöku sinni og reyna að átta sig á því um hvern er að ræða og

ræða við hann í trúnaði.

Efni á vef

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna.

Vefur um réttindi barna fyrir

börn, unglinga, kennara og foreldra. Samstarfsverkefni Barnaheilla,

Námsgagnastofnunar, umboðsmanns barna og Unicef.

http://www. barnasattmali.is/.

Býrð þú við ofbeldi?

Bæklingur gefinn út af Velferðarvaktinni og fé-

lagsþjónustunni á Suðurnesjum, 2013. Bæklingurinn er á íslensku, ensku

og pólsku. Hann fjallar um algengustu tegundir ofbeldis í nánum sam-

böndum, meðal annars andlegt, líkamlegt, kynferðislegt og fjárhagslegt

ofbeldi.

http://www.velferdarraduneyti.is/vitundarvakning/fraedsluefni/ nr/34263.

Kynferðisleg hegðun barna, hvað er eðlilegt?

Bæklingur gefinn út af

Barnahúsi. Hann hefur að geyma upplýsingar um það hvernig greina má

á milli eðlilegrar kynferðislegrar hegðunar barna og óeðlilegrar. Í bækl­

ingnum eru atriði sem vert er að hafa í huga þegar kemur að því að fylgjast

með kynferðislegri hegðun barna á leikskólaaldri og þar til þau verða tíu

ára gömul.

http://www.bvs.is/media/barnahus/Bangsabaeklingur.pdf.

Litli-kompás – Handbók ummannréttindamenntun fyrir börn.

Vef-

útgáfa. Í bókinni eru 40 fjölbreytt verkefni sem þroska gagnrýna hugsun,

ábyrgð og réttlætiskennd og stuðla að því að börn læri að grípa til aðgerða

og leggja sitt af mörkum til hagsbóta fyrir skólann sinn og samfélagið.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Námsgagnastofnun.

http:// vefir.nams.is/litli_kompas/index.html.