Table of Contents Table of Contents
Previous Page  69 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 69 / 92 Next Page
Page Background

67

Klípusögur.

Hópar draga miða með stuttum frásögnum og fá aðstoð til

að lesa þegar þess þarf. Þeir ræða saman efni frásagnanna og reyna að

finna lausnir. Dæmi:

Tvær stelpur í bekknum mínum eru alltaf að horfa á mig og hvíslast

svo á. Ég er viss um að þær eru að tala illa ummig, hvað á ég að gera?

Það er strákur í skólanum sem vill oft leika við mig, mér finnst hann

ekkert sérstaklega skemmtilegur en ég vil samt ekki særa hann. Hvað

ætti ég að gera?

Hér skipta samræðurnar meira máli en niðurstöðurnar.

Myndaspil – tilfinningalæsi.

Notast má við alls konar myndir af ókunn-

ugu fólki/börnum. Æskilegt er að myndefnið sé sem fjölbreytilegast

þannig að greina megi mismunandi tilfinningar í andlitum fólksins. Pör

eða hópar draga eina mynd og reyna að túlka tilfinningar viðkomandi.

Hvað hefur gerst, hvar er hún/hann, hvers vegna líður honum/henni

svona? Markmiðið með spilinu er að efla tilfinningalæsi og samræður

en það getur jafnframt gefið kennaranum mikilvægar upplýsingar um

reynslu og tilfinningar einstakra nemenda.

Fjölbreytt samsetning hópa

Mikilvægt er að breyta reglulega samsetningu í hópum og paravinnu.

Þegar hópaskiptingin er gerð skemmtileg verða nemendur oft jákvæðari

gagnvart því að fara í nýjan hóp, auk þess sem aðferðin vekur gjarnan

athygli á því að nemendur eiga ýmislegt sameiginlegt. Dæmi um leiðir

til að para nemendur eða setja þá í hópa:

Nemendur raða sér í beina röð eftir afmælisdögum, þeir sem eru

fæddir fyrst á árinu eru fremstir

o.s.frv.

Kennarinn biður þá fjóra

sem eru fyrstir að fara saman í hóp, síðan næstu fjóra og svo koll af

kolli. Það má einnig telja í hópana þannig að t.d. fjórði hver nemandi

verði saman í hóp.

Nemendur standa á fætur og eiga að finna tiltekinn fjölda nemenda

sem eru jafn háir þeim, með sama augnlit og þeir, í sams konar

sokkum eða borðuðu sama morgunmat.