Verkefni:
verkefni 1
Verkefni 2

Ítarefni:
Áhrif fjölmiðla
Breytingar á ...
Einkatölvan
Er fylgst með okkur?
Fjölmiðlar
Fréttir og viðmið
Fréttir segja ...
Í fréttum er ...
Gagnvirkni og
sýndarveruleiki

Hvað er frétt?
Netið
Notkun upplýsinga
Sigur tölvunnar
Skráning og
notkun upplýsinga

Krækjur

 

  Sjálfsmyndin Réttindi og skyldur Hverjir ráða? Samastaður ... Upplýsingasamfélagið
XUpplýsingasamfélagið
  Áhrif fjölmiðla
 

Vaknar þú við útvarpsvekjaraklukku og ljúfa morguntónlist? Hlustar þú á fréttir yfir morgunverðinum - eða horfir þú á sjónvarpsfréttir?

Fjölmiðlar gefa þér möguleika á að fylgjast með markverðum atburðum á sömu stundu og þeir gerast. Fréttir gærdagsins eru gamlar fréttir sem fáir ef nokkur hefur lengur áhuga á - þær eru ekki fréttir lengur. Áður fyrr þurfti fólk að bíða dögum ef ekki vikum saman eftir að geta lesið nýjustu fréttirnar. Þegar Napóleon tapaði orrustunni við Waterloo í Belgíu árið 1815 liðu þrír dagar þar til fréttin barst til London og Parísar. Þessi sama frétt var fjörutíu og fjóra daga á leiðinni til dagblaða í New York. Þegar J.F. Kennedy forseti Bandaríkjanna var myrtur í Dallas árið 1963 höfðu 90% bandarísku þjóðarinnar frétt af atburðinum innan einnar klukkustundar og innan fárra klukkustunda hafði öll heimsbyggðin frétt af morðinu.

Öll ný upplýsingatækni hverju nafni sem hún kallast, breytir hugsunargangi fólks og hefur áhrif á hvernig það notar tímann. Prentlist sem gerði bækur að almenningseign, ritsíminn, útvarp, sjónvarp og tölvur með nettengingu eru dæmi um tækni sem hefur breytt hugsunargangi og frístundum okkar. Upplýsingatækni (t.d. fjölmiðlar) er stundum kölluð ,,hjálpartæki hugsunar", hún gerir okkur kleift að safna saman upplýsingum, vinna úr þeim vélrænt og dreifa þeim til annarra.

Fá tæki hafa haft jafn mikil áhrif á að sameina Íslendinga og útvarpið. Fyrsta útvarpssending hér á landi var árið 1926 og þar með var einangrun, sem sums staðar var gífurleg, rofin. Nú á dögum geta allir landsmenn náð bæði útvarps- og sjónvarpssendingum, þannig að öll þjóðin getur fylgst með atburðum samtímis. Fjölmiðlarnir tengja fólk saman og skapa sameiginlega reynslu með þjóðinni, jafnframt því sem fjölbreytni er það mikil að þú getur valið á milli efnis. Þótt enginn segist horfa á áramótaskaupið eða Eurovision sönglagakeppnina er um fátt annað rætt í íslensku samfélagi næstu daga á eftir.

Tveggja þrepa kenningin
Vísindamenn hafa haft mikinn áhuga á að rannsaka hvernig við verðum fyrir áhrifum fjölmiðla. Ein kenningin gengur út að áhrifin séu þrepaskipt og gerist í tveimur þrepum.

Þrep 1: Einhver (flokkur, stofnun, félag eða einstaklingur) kemur boðskap á framfæri gegnum fjölmiðil.

Þrep 2: Áhrifamiklir og vinsælir einstaklingar sem kallast áhrifavaldar heyra boðskapinn og kynna hann fyrir öðrum. Þegar þekktar eða leiðandi persónur hafa ákveðna skoðun þá hugsa margir sem svo: ,,Já, fyrst hún eða hann heldur þessu fram, ætti ég ef til vill að gera það líka."

Algengt er að áróðursherferðir, eins og til dæmis áróður gegn eiturlyfjum, fylgi ferli tveggja þrepa kenningarinnar. Atburðarrásin (ferlið) er ekki ólíkt því sem gerist þegar þú vilt hafa áhrif á bekkjarfélaga þína eða vini:

Þrep 1: Þú setur fram hugmynd (kemur með tillögu) um frjálsa mætingu í skólanum og reynir að vinna áhrifamikla og vinsæla einstaklinga í bekknum á þitt band.

Þrep 2: Leiðandi einstaklingum í bekknum þínum finnst hugmyndin algjör snilld og ákveða að gerast stuðningsmenn hennar. Stuðningsaðilar þínir tala sannfærandi og af miklum eldmóð um nauðsyn frjálsra mætinga við aðra krakka í skólanum. Miklar líkur eru á að tillaga þín (hugmynd) verði samþykkt í bekknum og jafnvel af öllum nemendum skólans.