Verkefni:
verkefni 1
Verkefni 2

Ítarefni:
Áhrif fjölmiðla
Breytingar á ...
Einkatölvan
Er fylgst með okkur?
Fjölmiðlar
Fréttir og viðmið
Fréttir segja ...
Í fréttum er ...
Gagnvirkni og
sýndarveruleiki

Hvað er frétt?
Netið
Notkun upplýsinga
Sigur tölvunnar
Skráning og
notkun upplýsinga

Krækjur

 

  Sjálfsmyndin Réttindi og skyldur Hverjir ráða? Samastaður ... Upplýsingasamfélagið
XUpplýsingasamfélagið
  Notkun upplýsinga
 

Í félagsvísindum er hugtakið heimildir notað um allt sem felur í sér upplýsingar um samfélagið. Textar, töflur, myndir, línurit og hlutir eru dæmi um atriði sem flokka má sem heimildir. Hægt er að nota heimildir á ólíka vegu. Þú verður því að vera á varðbergi og sýna gagnrýni eða tortryggni þegar þú skoðar, vegur og metur heimildir. Flestar heimildir er hægt að túlka á mismunandi vegu og það er mikið gert í ólíkum tilgangi. Er gamla konan, sem sá nokkra drukkna unglinga í sjónvarpinu um daginn áreiðanleg heimild þegar hún segir að allir unglingar séu stórhættulegir.

Sýndu gagnrýni við lesturinn
Þegar þú safnar upplýsingum um eitthvert þema, hvort sem þú finnur þær í greinum, bókum, bæklingum eða á Netinu, er mikilvægt að muna að það er alltaf sendandi á bak við upplýsingarnar. Sendandinn getur til dæmis verið blaðamaður dagblaðs, kennslubókarithöfundur eða stofnun. Sendandi er með boðskap sem hann eða hún vill miðla til annarra. Þegar þú lest dagblað, kennslubók eða bækling er þú móttakandi boðskapsins. Þessu er betur lýst hér að neðan.

Sendandi Boðskapur Móttakendur
Sendandi hefur hugmynd eða boðskap ... sem hann kemur á framfæri  

Skýringin er augljós þegar hún hefur verið sett upp sem líkan. Hér eru samt ýmsar fallgryfjur sem þú verður að passa þig á þegar þú lest og túlkar texta. Þú verður að byrja á því að velta fyrir þér hver sé sendandi boðskapsins.

Sendandi velur úr efni
Annað sem vert er að haf í huga er að sendandinn verður að flokka og velja úr efninu sem hann vill koma á framfæri. Upplýsingamagnið er gífurlegt. Ef sendandi velur ekki úr efni yrði það allt of langt til birtingar. Móttakendurnir lesa því fyrst og fremst útdrátt þess efnis sem sendandanum finnst markverðast.

Móttakendur túlka líka boðskap og meta hann huglægt. Við skulum taka dæmi. Í furðufréttablaðinu Weekly Worlds News (birtist í Mbl. 15.09.2000) stóð eftirfarandi:

Neanderthalmenn búa á Akureyri

NEANDTERTHALMAÐURINN dó alls ekkert út fyrir þrjátíu og fimm þúsund árum eins og vísindamenn hafa fram að þessu talið. Í helli í nágrenni Akureyrar býr nefnilega ellefu manna fjölskylda og hefur það bara býsna gott, a.m.k. ef eitthvað er að marka nýlega frétt bandaríska furðufregnablaðsins Weekly World News sem nálgast má á Netinu.

Í ,,frétt" blaðsins frá 10. september síðastliðnum er greint frá því að því að íslenskt dagblað hafi flutt fregnir af því að eftirlitssveitir úr íslenska hernum hefðu í júní þurft að leita skjóls í afskekktum helli í norðurhluta Íslands vegna veðurs en fundið þar fyrir ellefu manna Neanderthalfjölskyldu. Er hellirinn sagður fjarri öllum mannabyggðum, umlukinn næstum ófærri íshellu.
Neanderthalfjölskyldan er sögð samanstanda af tveimur fullvöxnum karlmönnum, fjórum konum og fimm börnum og mun heimili þeirra, þ.e. hellirinn hafa verið furðu hlýtt enda staðsett í nágrenni eldfjalls. Fram kemur einnig að skv. frétt hins íslenska dagblaðs hafi svo virst sem fólkið veiddi sér hreindýr til matar og að þau hafi í fyrstu verið óttaslegin vegna heimsóknar hinna óboðnu gesta en síðan sýnt þeim mikla gestrisni.

Haft er eftir mannfræðingi sem ber nafnið Olaf Norrkopinger að skýringin á því hvers vegna þessi hópur Neanderthalmanna hafi lifað af án þess að nokkur hefði um það grun geti falist í því hversu gífurlega strjálbýlt Ísland er. Kveðst hann hlakka til að komast nú að hinu sanna um tengsl nútímamannsins við Neanderthalmanninn með rannsóknum á erfðaefni fjölskyldunnar frá Akureyri.

Á hinn bóginn kemur fram í frétt Weekly World News að íslenska ríkisstjórnin hafi gert sitt besta til að þagga niður þessi merku tíðindi. Stjórnvöld hafi jafnvel neitað að staðfesta fréttir íslenska ritmiðilsins. Afstaða stjórnvalda sé sú að vernda verði fornmannafjölskylduna til að valda ekki lífsháttum þeirra varalegum skaða.

Morgunblaðið, 15 september 2000

Við getum nánast aldrei fengið fram allar staðreyndir um eitthvert ákveðið mál en með því að lesa mjög gagnrýnið þær upplýsingar sem birtar eru er hægt að útiloka sumar af fallgryfjunum.

Gagnrýnar spurningar
Þegar þú ætlar að nota skrifaðar heimildir við upplýsingaöflun um ákveðið þema eða málefni, er mikilvægt að spyrja sig nokkurra gagnrýnna spurninga:

  • Hver er sendandinn?
  • Hver er boðskapurinn eða innihaldið?
  • Hver er tilgangur sendanda með boðskapnum?
  • Hvaða hópi er boðskapnum ætlað að ná til? (Hverjir eru móttakendur?)
  • Er heimildin ítarleg umfjöllun um þemað eða bara lítill útdráttur?
  • Eru einhverjar aðstæður til staðar sem hafa áhrif á túlkun mína á efninu?

Ekki er allt staðreyndir
Margt af því sem þú hefur heyrt, séð eða lesið um er blanda af staðreyndum og skoðunum. Jafnvel þótt boðskapurinn virðist sannfærandi er ekki alltaf auðvelt að greina á milli staðreynda og skoðana. Margt af því sem fólk upplifir sem staðreyndir getur auðveldlega verið skoðanir en ekki staðreyndir, eins og kemur fram í gein Morgunblaðsins um Neanderthalmanninn. Hér að neðan er önnur saga, þar sem blandað hefur verið saman staðreyndum og skoðunum. Margir Afríkubúar vita lítið sem ekkert um Ísland og þeir sem telja sig vita eitthvað eru sannfærðir um að það sé lítið land og liggi nálægt Norðurpólnum. Margir Íslendingar eru algjörlega ósammála, þeir telja landið hvorki lítið né að það liggi upp við Norðurpólinn. Þeir upplifa staðreyndir Afríkubúans sem skoðanir.

Ferðalýsing Umia Ngunda

Umia Ngunda frá Zambíu hefur einu sinni komið í heimsókn til Íslands. Þegar heim var komið skrifaði hann eftirfarandi frásögn í dagblaðið Times of Zambía:

Ísland er pínulítið land sem liggur næstum upp við Norðurpólinn. Í maí 1984 eyddi ég einni viku í Reykjavík, höfuðborg landsins. Á Íslandi búa um 300.000 manns. Þeir innfæddu eru vingjarnlegir en hafa ekki mikinn tíma til að ræða við útlendinga. Ég talaði því ekki við nema örfáa einstaklinga á meðan dvöl minni stóð. Íslendingar hafa allir nánast eins útlit og húðlitur þeirra er hvítur eða fölbleikur. Nokkrar innfæddar konur voru naglalakkaðar og málaðar í framan, en ekki á sama hátt og Zambískar konur.
Á Íslandi eru allir ríkir og konurnar þurfa ekki að fara langt til að sækja vatn. Hinir innfæddu kalla sig Íslendinga. Þeir eiga fá börn og karlarnir búa í sömu húsum og konurnar! Á hverjum morgni skila þeir börnunum af sér í svokölluð barnahús þar sem aðrar konur en mæðurnar gæta þeirra og leika sér við þau. Gamla fólkinu er líka smalað saman í sérstakar byggingar og gætt af öðru fólki en ættingjum þess.
Íslendingar mega eiga margar konur, en bara eina í einu. Þeir bera sérstakt tákn, málmhring á fjórða fingri vinstri handar sem merki um að þeir séu giftir. Þeir heilsast með því að grípa í hægri hönd hvors annars og hrista hana síðan 2-15 sinnum upp og niður.