Verkefni:
verkefni 1
Verkefni 2

Ítarefni:
Áhrif fjölmiðla
Breytingar á ...
Einkatölvan
Er fylgst með okkur?
Fjölmiðlar
Fréttir og viðmið
Fréttir segja ...
Í fréttum er ...
Gagnvirkni og
sýndarveruleiki

Hvað er frétt?
Netið
Notkun upplýsinga
Sigur tölvunnar
Skráning og
notkun upplýsinga

Krækjur

 

  Sjálfsmyndin Réttindi og skyldur Hverjir ráða? Samastaður ... Upplýsingasamfélagið
XUpplýsingasamfélagið
  Verkefni
 

1. Hvaða atriði finnst þér að einkenni gott dagblað? Raðaðu atriðunum upp í forgangsröð, strokaðu út þau sem þú ert ekki sammála og bættu öðrum við. Settu þau atriði sem þér finnst mestu máli skipta efst:

Í góðu dagblaði er:

Mikið um íþróttir
Greinar um áhugaverðar persónur
Mikið um góðar myndir
Lýsingar af öllum hliðum ákveðins máls
Ljóstrað upp um misnotkun valds
Reynt að koma í veg fyrir að fjalla um fólk sem blóraböggla eða sökudólga
Ferskustu fréttirnar
Fylgst með stjórnmálum á gagnrýninn hátt
Bakgrunnsefni og fréttaskýringar um pólitísk málefni
Mikið um auglýsingar
Eigið efni eða aukablað ætlað unglingum.

2. Ræðið í bekknum: Hverjir eru kostir og gallar við rafræna skráningu og gagnagrunna?

3. Því er haldið fram að ,,Mennt sé máttur." Ræðið í bekknum hvernig upplýsingar í fjölmiðlum geti aukið völd og áhrif sumra en dregið úr völdum og áhrifum annarra.

4. Af hverju eru fjölmiðlarnir stundum kallaðir ,,fjórða valdið?"

5. Nefndu nokkrar gerðir fjölmiðla.

6. Skrifaðu niður nokkur atriði sem eru einkennandi fyrir upplýsingasamfélagið.

7. Útskýrðu hvaðan fjölmiðlar fá efni sitt og nefndu nokkra þætti sem hafa áhrif á hvaða efni er að lokum birt.

8. Geturðu fundið dæmi um atburð úr fjölmiðlum sem ekki er neitt sérstaklega mikilvægur en er samt slegið stórt upp vegna þess að hann er sérstakur eða óvanalegur?

9. Skoðaðu texta í dagblaði, tímariti, uppflettiriti, bæklingi eða á Netinu. Hver er sendandi textans? Hvert er innihald boðskapsins? Hver er tilgangur sendanda með textanum? Hverjum er boðskapurinn ætlaður að ná til (hverjir eru móttakendur?). Er umfjöllunin ítarleg eða yfirborðskennd? Eru einhverjar aðstæður til staðar sem geta haft áhrif á túlkun þína á textanum?

10. Hvernig stendur á því að sumum fréttum er slegið upp á forsíðu eins dagblaðs (eða sem meginfrétt á einni útvarps/sjónvarpsstöð) en varla á þær minnst í öðrum fjölmiðlum.

11. Lestu greinina sem birtust í Times of Zambía. Hvað er hægt að flokka sem staðreyndir og hvað sem skoðanir í textunum? Mundu að það getur verið álitamál hvað er hvað.

12. Þér er falið að búa til tvo ferðamannabæklinga um heimabyggð þína. Öðrum bæklingum er ætlað að ná til ungs fólks á aldrinum 15-18 ára en hinum til ellilífeyrisþega. Hvað muntu leggja áherslu á í hvorum bæklingi fyrir sig? Muntu nota mismunandi orðalag?

13. Skoðaðu bæklingana sem þú varst að búa til með gagnrýnu hugarfari. Hvað eru staðreyndir og hvað eru skoðanir í þeim?

14. Skoðaðu heimasíður nokkurra skóla eða stofnanna. Hvaða upplýsingar er þar að finna?