Verkefni:
verkefni 1
Verkefni 2

Ítarefni:
Áhrif fjölmiðla
Breytingar á ...
Einkatölvan
Er fylgst með okkur?
Fjölmiðlar
Fréttir og viðmið
Fréttir segja ...
Í fréttum er ...
Gagnvirkni og
sýndarveruleiki

Hvað er frétt?
Netið
Notkun upplýsinga
Sigur tölvunnar
Skráning og
notkun upplýsinga

Krækjur

 

  Sjálfsmyndin Réttindi og skyldur Hverjir ráða? Samastaður ... Upplýsingasamfélagið
XUpplýsingasamfélagið
  Gagnvirkni og sýndarveruleiki
 

Margrét og Sigríður hittast frammi á stigapalli og byrja að ræða um unglinga nú til dags. Margrét hefur áhyggjur, því henni finnst krakkarnir ekki gera annað en að hanga fyrir framan sjónvarpið. Þegar þau koma heim úr skóla kveikja þau á sjónvarpinu og hamast síðan á fjarstýringunni. Þau hoppa á milli rása, horfa á Discovery, Cable News Network (CNN) eða einhverja aðra alþjóðlega sjónvarpsrás, sem þau ná annað hvort með Fjölvarpinu eða gervihnattarsendingu. Sigríður hefur helst áhyggjur af að tölvur hafi leitt til þess að unglingar nú til dags séu steinhættir að líta í bók. Á bókasafninu hjá henni var starfsfólkið að tala um að sú kynslóð sem nú væri að alast upp væri kölluð stafræna kynslóðin. Hún er ekki viss um að hún skilji hvað átt er við - en Margrét hefur verið á tölvunámskeiði svo hún hefur heyrt um þetta hugtak áður. Hún upplýsir því Sigríði um að upplýsingabyltingin hvílir á tækni, þar sem ólíkum miðlum í einni og sömu vélinni og að það sé hægt að nota tölvu til að miðla upplýsingum með texta, hljóði, kyrrmyndum, hreyfimyndum svo dæmi séu nefnd. Margréti finnst, þegar hún hugsar málið, sjónvarpsgláp krakkanna kannski ekki alvont, því þegar þau horfa fær hún tíma til að leika sér svolítið í tölvunni. Hún notar tölvuna og Netið til að senda vinum sínum rafrænan póst, lesa blöðin, taka þátt í spjallrásum um uppeldismál, hlusta á tónlist, horfa á myndir/sjónvarpsfréttatíma frá útlöndum, auglýsa eftir hlutum sem hana vantar, teikna, geyma upplýsingar og margt fleira.

Nýr veruleiki á skjánum
Eitt mikilvægasta hlutverk fjölmiðla eins og útvarps og sjónvarps er að sjá neytendum fyrir fréttum og afþreyingu. Útvarp og sjónvarp gefa þér möguleika á að lifa þig inn í framandi umhverfi og ólíka menningarheima.
Þróun fjölmiðlatækni gerist svo hratt að mjög stutt er í að allur almenningur hér á landi fái aðgang að ,,þáttasölusjónvarp" (Pay-per-View) og myndefnaveitum (Video-on Demand).

Gagnvirkir miðlar
Tölvur opna möguleikann til gagnvirkni, sem gera þig ekki bara að óvirkum notanda heldur tekur þú beinan þátt í því sem er að gerast og getur stýrt atburðarrásinni. Gagnvirkar tölvur gefur okkur kost á mun litríkari upplifunum en þekkist frá sjónvarpi eins og það er nú. Þess er samt ekki langt að bíða að sjónvörp verði líka gagnvirk. Hingað til hefur tæknin mest verið notuð til að búa til allskonar skemmtiefni eða fyrir verslun og viðskipti, en hún býður líka upp á mikla möguleika við gerð kennsluefnis. Nú er mjög stutt í að stafrænt sjónvarp leysi gömlu sjónvarpstækin af hólmi á heimilum landsmanna. Þegar það gerist geta áhorfendur til dæmis smellt á takka með fjarstýringunni til að óska eftir upplýsingum um þá þjónustu sem þeir vilja nýta sér.

Sýndarveruleiki
Sýndarveruleiki þýðir veruleiki eins og þú skynjar hann í sýndarheimi. Við skulum skoða hvað það hefur í för með sér. Nú á dögum eru til tvær gerðir af bókum: Þær sem eru til aflestrar og þær sem eru uppflettirit eða alfræðiorðabækur. Bókum sem eru til lestrar byrjar maður á blaðsíðu eitt, þar sem höfundurinn segir manni kannski að glæpur hafi verið framinn. Þú lest bókina frá upphafi til enda og kemst að því í lokin hver hinn seki hafi verið. Bókin er búin, lestrinum er lokið. Alfræðiorðabækur lest þú ekki spjaldanna á milli. Ef þú vilt fá að vita hvenær hljómsveitin Bítlarnir hafi verið stofnuð og hverjir voru meðlimir hennar flettir þú upp á B í uppflettiriti og færð nauðsynlegar upplýsingar.
Tölvur eru farnar að breyta þessu. Með tengitexta (hypertext) get ég til dæmis beðið upp öll tilvik þar sem meðlimir hljómsveitarinnar koma við sögu. Ég get lokið verkinu á nokkrum sekúndum. Tengitexti mun gera prentuð alfræðirit óþörf. Þótt tölvur breyti lestrinum þá eru þær samt sem áður ófærar um að fullnægja öllum þeim vitsmunalegu þörfum sem þær örva.

Tvær uppfinningar munu brátt verða nothæfar og hjálpa tölvunum við að fullnægja þessum þörfum. Önnur er fjölföldunarvél sem maður getur notað til að fletta skrám bókasafna og bókaútgefenda. Þú velur bara bókina sem þú þarft á að halda, ýtir á takka og vélin prentar og bindur eintak handa þér. Þessi tækni mun að öllum líkindum útrýma bókabúðum en ekki bókum. Bækur verða hins vegar sniðnar að þörfum þínum. Hin uppgötvunin er rafbókin: Rafrænar bækur finnast nú þegar á Netinu en til að geta náð í þær þarf oft sérstök forrit. Sumir þeirra sem segjast aldrei lesa prentaðar bækur, lesa nú til dæmis Stephen King í rafbók.

Texti bókar myndar lokaðan heim. Sem dæmi má nefna ævintýrið um Rauðhettu. Í ævintýrinu eru ákveðnar persónur og aðstæður (lítil stúlka, móðir, amma, úlfur, skógur, veiðimaður) og söguþráðurinn leiðir þig að ákveðnum endi sögunnar. Þú getur lesið ævintýrið sem dæmisögu, dregið lærdóm af henni (passaðu þig á ljóta úlfinum) en þú getur ekki breytt Rauðhettu í Öskubusku. Ný netforrit gera okkur þetta hins vegar mögulegt, með þeim getur þú bætt við sögupersónum og atburðarrás. Tökum Rauðhettu aftur sem dæmi. Höfundur Rauðhettu lætur söguna byrja þegar hún fer út í skóg - en síðan getur þú breytt sögunni. Rauðhetta hittir nú ekki úlfinn í skóginum, heldur Gosa. Þau fara bæði inn í töfrakastala. Kannski hitta þau galdrakrókódíl. Þegar hér er komið sögu ert það þú sem ert höfundur sögunnar. Þú getur líka notað hermilíkön og breytt sögunni og blandað saman nútíð, fortíð og framtíð. Hvernig þætti þér að gera Gísla Súrsson til dæmis að rótara einhverrar rokkhljómsveitar? Eða Andrés Önd að skólastjóra?

Ný sjónvarpstækni
Þáttasölusjónvarp (Pay-per-View) gefur þér kost á að panta ákveðnar kvikmyndir eða vinsæla sjónvarpsþætti og greiða fyrir þá sérstaklega. Sjónvarpsefnið er sýnt á ákveðnum tímum og þú borgar bara ef þú ákveður að horfa á þetta tiltekna sjónvarpsefni. Þú pantar bara myndefnið með því einu að ýta á hnapp á fjarstýringunni, en verður hins vegar að staðfesta pöntunina (t.d. með að gefa upp lykilorð).

Gagnvirkt sjónvarp inniheldur tölvubúnað sem gerir þér kleift að velja þér sjónvarpsefni, eða velja milli dagskrárliða eftir efni þeirra og lengd og ákvarða hvenær og í hvaða röð þeir eru sýndir. Í gagnvirku sjónvarpi getur þú farið á Netið, leikið þér í tölvuleikjum eða verslað heima í stofu. Þú getur líka valið sjónarhorn á dagskrárliðnum sem þú ert að horfa á, hvort sem um er að ræða íþróttaefni, kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Í stað þess að fylgja aðalsögupersónu myndarinnar getur þú valið að fylgja einhverri annarri leikpersónu. Einnig hafa verið gerðar tilraunir með gagnvirkar sjónvarpskvikmyndir þar sem áhorfandinn ræður atburðarrásinni. Þú gætir til dæmis hætt við að láta Titanic sökkva og fylgst með þegar aðalsögupersónurnar kaupa sér íbúð á Íslandi, eignast vini og byrja að vinna. Einn skemmtilegasti kostur nýju sjónvarpstækninnar byggist á svokölluðu ,,time-shift," en þá getur þú ýtt á hlé þegar þú ert að horfa á beina útsendingu eins og fréttir. Þegar þú kemur aftur að skjánum getur þú horft á sjónvarpið þar sem frá var horfið.

Í myndefnaveitu (Video-on- demand) pantar þú þér ákveðið sjónvarpsefni. Munurinn á myndefnaveitu og þáttasölusjónvarpi er að þáttasölusjónvarp sýnir ákveðið sjónvarpsefni á fyrir fram ákveðnum tímum. Myndefnaveitur bjóða upp á mun meira sjónvarpsefni allan sólarhringinn. Í raun má segja að myndefnaveitur séu eins konar myndbandsleiga, þú getur leigt þér kvikmynd eða sjónvarpsþátt gegn gjaldi á þeim tíma sem þú vilt.