Previous Page  92 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 92 / 108 Next Page
Page Background

90

rökhugsun barna og stýrði hliðstæðu skjaldbökunnar, tátunni sem svo var

nefnd, um tölvuskjáinn. Tæknilegó fyrir ýmsan aldur kannast flestir við og

er af sama meiði. Einnig er í boði ýmiss konar tæknibúnaður sem nota má til

að hanna og setja saman eigin tæki eða skemmtilegt dót búið einhvers konar

virkni eða viðbrögðum við áreiti, oft í bland við alls konar efnivið og föndur

eftir eigin höfði. Dæmi um slíkt er Makey Makey, littleBits, Arduino og Rasp-

berry Pi. Nánari umfjöllun um þennan búnað má finna á vef bókarinnar.

Opin hönnun, endursmíðar og byggingarleikir

Hugmyndir um opna hönnun og endursmíðar af öllu tagi eiga vaxandi fylgi

að fagna, jafnt í skólastarfi og á öðrum vettvangi. Benda má á opnar smiðjur

um nýsköpun ætlaðar skólum og öllum almenningi, Fab Lab og hugmyndir

um gerendamenningu (e.

maker culture

), byggða á frumkvæði og samskipt-

um um hönnun í opnu þróunarferli, í anda sem margir tengja við opinn og

frjálsan hugbúnað. Í smiðjunum má prenta út í þrívídd, skera út plast og við

með leysigeisla og fást við ýmsa nýsköpun. Nú færist líka í vöxt að skólar

hafi á að skipa þrívíddarprenturum og ekki er ástæða til að ætla annað en að

áhugasamir kennarar nýti sér slíka tækni með nemendum sínum. Prentun

á grip eða prufu getur að vísu tekið langan tíma og erfitt er að koma við

prentun á stórum hlutum. Flókin þrívíddarhönnun með tæknilegum áhersl-

um á trúlega best heima á eldri stigum en ýmislegt áhugavert má líka gera

með þrívíddarteikningar og þrívíddarprentun á yngri stigum. Þá má nefna

ýmiss konar tölvuleiki sem bjóða upp á tilraunir með hreyfiafl og virkni eða

hönnun mannvirkja, byggingarleiki sem skólafólki og áhugafólki um mann-

gert umhverfi er smám saman að verða ljóst að geta haft mikið menntagildi.

Kunnasta dæmið um þetta er leikurinn

Minecraft

, sem er feykivinsæll og

þykir meðal annars styðja vel við stærðfræði. Meiri fróðleik um Fab Lab er að

finna á vef bókarinnar.

Legóþjarki með skynjara

Minecraft

littleBits

Með littleBits má

á einfaldan hátt

búa til ýmiss konar

virkni í bland við

alls konar efnivið