Previous Page  98 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 98 / 108 Next Page
Page Background

96

Spekingaspjall

Nemendur fá ákveðið viðfangsefni sem þeir eiga að kenna samnemend-

um. Æskilegt er að nemendur séu allir búnir að fara yfir efnið og séu ekki

að heyra um það í fyrsta skipti. Spekingaspjall á því vel við þegar rifja á

upp námsefni eða taka það saman í lok annar.

• Sérfróðir spekingar: Nemendur velja sér efni úr safni viðfangsefna

semkennarinn kynnir. Að hámarki mega þrír velja sama viðfangsefni.

Þannig myndast sérfróðir hóparnir eftir áhugasviði nemenda. Þetta

er hægt að gera á töflu með nemendum.

• Önnur útfærsla: Kennari velur hópana og fær þeim ákveðið við-

fangsefni.

• Nemendur fá ákveðinn tíma til að undirbúa kynningu sína. Það fer

svo eftir umfangi efnis hve langan tíma þeir þurfa. Þetta geta verið frá

10 mínútum upp í heimaverkefni fyrir næsta tíma.

• Hóparnir kynna og útskýra viðfangsefni sitt á einfaldan hátt fyrir

samnemendum og standa svo fyrir svörum.

Sjálfsmat og jafningjamat

Sjálfsmat og jafningjamat byggjast á þátttöku nemenda sjálfra í námsmati

og þykja ýta undir að nemendur tileinki sér uppbyggilega sjálfsgagnrýni

og taki ábyrgð á eigin námi. Þessar leiðir í námsmati eru til þess fallnar að

nemendur átti sig betur á því í hverju slíkt mat felst og tengslum þess við

námið sem þeir stunda. Með þessu móti verður námsmatið hluti af námi

nemandans og nýtist sem tæki til þróunar og til að bæta árangur.

Þegar vinnubrögð sem notuð eru við sjálfsmat og jafningjamat eru kynnt

fyrir nemendum þarf að hafa í huga að líklega tekur það nokkur skipti

fyrir nemendur að átta sig á því hvernig þessi matstæki eru notuð. Leggja

þarf áherslu á það við nemendur að gæta þess að vera sanngjarnir í dóm-

um sínum, meta vinnu eða framlag annarra og eigin verk en ekki einstak-

linginn sjálfan. Þetta snýst ekki um að gefa vinum sínum góða umsögn

eða einkunn, vinirnir þurfa að hafa unnið fyrir því. Sá sem gefur umsögn

og/eða einkunn þarf að geta stutt ákvörðun sína með rökum og helst kom-

ið með leiðbeinandi og uppbyggilegar tillögur að úrbótum.

Margir nemendur eiga erfitt með að meta sjálfa sig á sanngjarnan hátt

og því þarf að fara rækilega yfir það líka hvaða þætti er gott að leggja til

grundvallar matinu. Þetta þjálfar nemendur í því að skoða og meta verk-