Previous Page  100 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 100 / 108 Next Page
Page Background

98

val hans á verkefnum sem sýna best að hann hefur náð þeim hæfnivið-

miðum sem liggja til grundvallar og verk sem sýna hvernig vinna nem-

andans hefur þróast í átt að þeim viðmiðum sem sett voru í upphafi. Það

er því mikilvægt að viðmið séu skýr og eftir því sem nemendur eru eldri

brýnna að þeir fái sem gleggstar upplýsingar um þær kröfur sem gerðar

eru. Verkmöppur eiga að veita yfirsýn yfir námsferil einstaklings og allur

samanburður er bundinn honum. Verk nemanda eru þá fyrst og fremst

borin saman við fyrri verk hans sjálfs en ekki verk annarra. Verkmappan

á að sýna stöðu einstaklingsins, framfarir og námsferil með fjölbreytt-

um gögnum til viðbótar verkum sem nemandi hefur unnið. Dæmi um

þau gögn eru matsblöð fyrir jafningjamat, sjálfsmat, umsagnir, frásagnir,

matskvarðar og hæfniviðmið.

Á netinu má finna ýmiss konar síður sem bjóða upp á rafræna verkmöppu-

gerð og á fylgivef bókarinnar er bent á nokkrar þeirra. Sjálfsagt er að nýta

sér slíkt í kennslu, þar sem það er hægt. Rafrænar verkmöppur kalla ekki

á pappír og þær er auðvelt að endurskipuleggja og nýta ár eftir ár. Þannig

má fá yfirsýn yfir þróun þekkingar og vinnubragða yfir langt tímabil.