Líf Siddharta Búdda

Til eru margar helgisagnir af lífi og starfi prinsins Siddharta Gautama sem er betur þekktur sem Búdda, upphafsmaður búddadóms. Þessar sagnir er að finna á víð og dreif í hinum ýmsu helgiritum búddadóms. Á 2. öld e.Kr. skrifaði indverska skáldið Asvaghosa bókina Buddacharita sem er ævisaga Búdda byggð á frásögnum úr Tripitaka-ritunum eða Körfunum þrem. Mismunandi er eftir helgideildum hve mikil áhersla er lögð á þessar sagnir. Í þessum köflum er að finna nokkrar þekktar helgisagnir af lífi Búdda.

Á tímum Búdda skiptist Indland í mörg konungsríki og 16 konungsríki í Norður-Indlandi voru saman kölluð ...

Fyrir meira en 2500 árum ríkti vitur og góður konungur að nafni Suddhodana ásamt drottningu sinni Maya í litlu ríki sem hét ...

Siddharta var mjög einstakt og gott barn. Hann elskaði allt sem lifði og allir elskuðu hann. Hann var svo vel gefinn og duglegur ...

Suddhodana konungur vildi að Siddharta sonur sinn yrði voldugur og mikill konungur. Hann óttaðist hinsvegar að ...

Siddharta ferðaðist lengi í leit að sannleikanum. Hann hafði heyrt um tvo mjög merka kennara sem hann vonaðist til að gætu ...

Eftir að Búdda hafði öðlast uppljómun var hann uppfullur af hamingju og laus við allar áhyggjur og sársauka.

Þegar Búdda varð 80 ára var líkami hans farinn að eldast og veikjast og hann vissi að hann ætti ekki langt eftir ólifað.

Hér er gagnvirk tengiþraut sem tengist efni þessa kafla.