Tákn og helgir dómar

Í trúarbrögðum er oft að finna ákveðin tákn sem eru einskonar einkennistákn þeirra. Þessi tákn tengjast oft helgisögnum og myndlíkingum sem þar eru notaðar en eru einnig oft tengd spámönnum og boðberum trúarbragðanna. Flest trúarbrögð hafa einnig einhverja helga dóma, byggingar eða aðrar veraldlegar minjar sem þykja af einhverjum orsökum helgar eða tengjast tilbeiðslusiðum trúarbragðanna. Í þessum kafla er hægt að lesa um nokkur tákn og helga dóma innan búddadóms.

Dharmahjólið er alþjóðlegt tákn búddadóms. Hjólið er tákn lögmálsins um hina síendurteknu hringrás fæðingar og dauða.

Lótusinn er tákn andlegs hreinleika og er eitt af þekktustu táknum búddadóms. Goðsagnir af fæðingu Siddharta prins ...

Samkvæmt gamalli goðsögn á Búdda að hafa stigið á stein eftir uppljómun sína og þá hafi fótur hans greypst í steininn ...

Eitt þekktasta tákn búddadóms eru myndir eða styttur af Búdda sjálfum en þær er að finna bæði á tilbeiðslustöðum og á heimilum.

Elstu tegundir tilbeiðslustaða búddadóms eru svokallaðar stúpur sem eru litlar byggingar reistar til að minna á Búdda ...

Fáni búddista var hannaður árið 1880 og notaður upphaflega í Sri Lanka sem tákn um trú og frið. Árið 1952 var hann svo ...

Hér er gagnvirk tengiþraut sem tengist efni þessa kafla.