Sarnat - Fyrsta kennslan

Búddadómur / Helgir staðir / Sarnat - Fyrsta kennslan

Sækja pdf-skjal

 

Sarnat er dádýragarðurinn þar sem Búdda kenndi í fyrsta sinn og Sangah, munkareglan,  var stofnuð.  Framan af blómstraði búddadómur í Sarnat og nánasta umhverfi og á 7. öld voru þar um það bil 30 musteri og 3000 munkar. Munkareglurnar blómstruðu þarna í 1500 ár eða þangað til allt svæðið var gereyðilagt af erlendum her á 8. öld. Ekkert stóð eftir nema Dhameka stúpan sem sögð er hafa verið byggð af Ashoka Indlandskonungi á 3. öld f.kr. nákvæmlega á þeim stað þar sem Búdda kenndi í fyrsta sinn.

Í Sarnat eru auk þess leifar af steinsúlu sem Ashoka byggði einnig til heiðurs Búdda. Súla þessi var 50 tonn á þyngd og hátt í 50 metrar á hæð. Ofan á henni stóð ein þekktasta höggmynd Indlands, súluhöfuð með með fjórum ljónum. Súluhöfuðið er nú skjaldamerki Indlands og prýðir mynd þess alla seðla og smámynnt sem þar er gefin út. Hér til hliðar er að finna tengil á mynd af slíkum peningi.

Búddistar líta svo á að Sarnat sé helgur staður því þar heyrðist rödd Búdda fyrst. Fjöldi búddista fer þangað í pílagrímsferðir þar sem þeir ganga í kringum Dhameka stúpuna og heiðra Búdda.