Table of Contents Table of Contents
Previous Page  45 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 45 / 92 Next Page
Page Background

43

myndir. Þannig getur áhugi þeirra, hvatning og viðbrögð ótvírætt orðið

börnum til góðs (Ungar, 2011). Eðlilegt er að skólinn láti fyrst reyna á

eigin bjargir enda er starfsliðið oft sérfrótt um bjargir sem nota má til

að leita úrlausna. Ef skóli glímir við mörg vandamál, sem virðast vera

einstaklingsbundin, getur verið vert að leita að orsökum innan skólans

(Baquedano-López, Alexander og Hernandez, 2013). Rannsóknir sýna

ótvíræða fylgni milli námsárangurs, líðanar og jákvæðs andrúmslofts í

skóla, þar sem góður skólabragur og öflugt samstarf heimila og skóla

leiðir til færri vandamála. Þetta snertir einnig hvernig beita þarf „sértækri

uppeldisfræði“ (e.

extraordinary pedagogies

), þ.e. aðlaga kennslu að jað-

arhópum nemenda t.d. vegna fátæktar og mismununar, vegna fötlunar

eða uppruna (Faltis og Abedi, 2013). En stundum hefur hvorki skóli né

skólayfirvöld tiltækar úrlausnir. Samfélagið hefur komið upp ýmsum

öðrum úrræðum í þessu efni, svo sem sérfræðiþjónustu sveitarfélaga

vegna grunnskóla, fyrir leikskóla starfa sálfræðingar og í framhalds-

skólum námsráðgjafar.

Segja má að möguleikar og ábyrgð skólans í tengslum við forvarnir

felist í því:

Að skapa nemendum öruggt umhverfi.

Að efla lýðræði, mannréttindi og jafnrétti og stuðla að heilbrigði og

vellíðan nemenda.

Að sýna öllum nemendum umhyggju.

Að setja mál í viðeigandi farveg þegar þess er þörf.

Skólabragur

6.2

Samkvæmt gildandi lögum um leik- og grunnskóla, aðalnámskrám

beggja skólastiga frá 2011 og 17. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 ber

starfsfólki skóla að tryggja öllum börnum öruggt umhverfi og stuðla að

velferð þeirra í samráði við foreldra.

Í

Aðalnámskrá framhaldsskóla

frá 2011 er lögð áhersla á kennsluhætti

sem einkennast af virðingu fyrir einstaklingnum en með því móti er

stuðlað að öryggi og velferð nemenda. Rannsóknir hafa sýnt að góður

skólabragur er meginforsenda þess að nemendur búi við öruggt umhverfi

í skólanum (Skolverket, 2011; AERA, 2013). Það er því eitt mikilvægasta

verkefni kennara og annarra starfsmanna að stuðla að góðum skólabrag;

með skólabrag er átt við það sem einkennir dæmigerð samskipti og gildi

Fylgni er á milli

námsárangurs,

líðanar og jákvæðs

andrúmslofts í skóla