Table of Contents Table of Contents
Previous Page  48 / 92 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 48 / 92 Next Page
Page Background

46

Félagsmótun nemenda

6.6

Efling lýðræðis er mikilvægur þáttur í forvörnum líkt og mannréttindi og

jafnrétti og þarf að vera inngreypt í skólabraginn og allar námsgreinar. Í

lögum allra skólastiganna er lögð áhersla á lýðræðishlutverk skólanna og í

aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla eru lýðræði, mannréttindi,

jafnrétti, heilbrigði og velferð skilgreind sem grunnþættir menntunar

ásamt læsi, sjálfbærni og sköpun.

Í riti um grunnþætti menntunar segir um lýðræði: „Gert er ráð fyrir því

að börn og ungmenni læri til lýðræðis með því að læra um lýðræði í lýð-

ræði“ (Ólafur Páll Jónsson og Þóra Björg Sigurðardóttir, 2012, bls. 7–8).

Í riti um heilbrigði og velferð segir m.a: „Í skólum fer fram stór hluti

af félagsmótun nemenda, vinna við að efla sjálfsmyndina og rækta góð

samskipti við aðra.“ Síðar segir: „Í skólum eru nemendur þjálfaðir í að

nýta margbreytilega hæfileika sína, vinna með öðrum, taka tillit til sam-

nemenda og mynda með sér jákvætt og hvetjandi samfélag.“ (Margrét

Héðinsdóttir, Fanný Gunnarsdóttir og Erla Kristjánsdóttir, 2013, bls. 8–9.)

Ein leið til að efla félagsfærni er að kennarar og foreldrar setji saman

að hausti lista yfir félagsfærni sem þeir telja mikilvægt að nemendur

tileinki sér. Við hvern eiginleika sem uppalendur telja mikilvægan er

rætt og skráð hvernig hann eflir viðkomandi eiginleika. Listann mætti

svo taka svo upp á vorönninni til að skoða árangurinn. Upphaf listans

gæti t.d. litið svona úr:

Eftirsóknarverðir

eiginleikar nemenda

Stuðningur kennara/

skóla felst í

Stuðningur foreldra/

heimilis felst í

KURTEISI

Að vera góðar fyrirmyndir.

Að vekja athygli á því þegar

aðrir eru kurteisir.

Að vera góðar fyrirmyndir.

Vekja athygli á því þegar aðrir

eru kurteisir. Börnum hrósað

þegar þau eru kurteis.

ÁBYRGÐ

Samvinnunámi. Margvíslegri ábyrgð

deilt milli nemenda,

t.d. varðandi

skólastofuna, móttöku gesta, nýrra

nemenda, yngri nemenda

o.fl.

Að vekja

athygli á því sem vel er gert. Umræður

um mikilvægi þess að allir taki ábyrgð.

Að leggja áherslu á mikilvægi

þess að bera ábyrgð. Börnin studd

til að taka ábyrgð á afmörkuðum

verkefnum heima fyrir, miðað við

aldur og þroska.