Previous Page  16 / 108 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 16 / 108 Next Page
Page Background

14

Hópavinna

Ekki er til algild aðferð til að skipa nemendum í smærri hópa. Það fer eftir um-

fangi verkefnisins og samsetningu alls nemendahópsins hvernig best fer á því að

standa að hópaskiptingunni og hversu stórir hóparnir eiga að vera. Þó má ganga

út frá því að þriggja til fjögurra manna hópar séu oftast hæfilega stórir og að

jafnaði ættu ekki að vera fleiri en fimm í hópi. Eftir því sem fleiri eru í hópnum er

hætt við að virkni hvers og eins verði minni, nema verkaskipting innan hópsins

sé þeim mun betur skilgreind.

Sú spurning kemur ávallt upp af og til hvort skipa eigi nemendum í hópa eftir

getustigi eða hvort blanda eigi þeim þannig að getumeiri nemendur leiðbeini

þeim getuminni og læri jafnvel sjálfir af þeirri jafningjafræðslu sem á þann hátt

fer fram. Sjálfsagt er að hafa þessi atriði alltaf í huga þegar nemendum er skipt í

vinnuhópa og líklega er best að blanda aðferðum saman; láta stundum tilviljun

ráða, skipa stundum þannig í hópa að tryggt sé að allir hafi sömu forsendur til að

vinna að verkefnunum en stundum með það fyrir augum að þeir sem betur eru

staddir leiðbeini þeim sem þurfa á stuðningi að halda.

Hani, krummi, hundur, svín,

hestur, mús, tittlingur.

Galar, krunkar, geltir, hrín,

gneggjar, tístir, syngur.

Gunnar Pálsson

Rauður minn er sterkur, stór,

stinnur mjög til ferðalags.

Suður á land hann feitur fór,

fallegur á tagl og fax.

Guðrún Björnsdóttir

Litla Jörp með lipran fót

labbar götu þvera.

Hún mun seinna á mannamót

mig í söðli bera.

Helga Þórarinsdóttir

(Hjallalands-Helga)

Að skipta í hópa

Fjölbreyttar aðferðir eru til við að skipta nemendum í hópa af handahófi. Stund-

um er við hæfi að láta nemendur sjálfa um að mynda hópa en þá getur oft komið

upp erfið staða, þar sem einhver verður útundan eða hreinlega hefur ekki áhuga

á að vinna með þeim sem eru í boði. Ef ætlunin er að allir falli í hóp er því best

að kennarinn sjái um skiptinguna. Ef skipta á í hópa þannig að þeir sem sitja eða

standa saman verði ekki saman í hópi og sjónarmið eins og kynjahlutfall skipta

engu máli er einfaldast að telja. Það fer þá eftir fjölda hópanna, sem jafnframt

ræður stærð þeirra, hversu hátt er talið og svo safnast allir þeir sem fengu sama

númerið saman í hóp og hefja vinnuna. Einnig má klippa þekktar vísur, ljóð eða

söngtexta niður í strimla með einni ljóðlínu á hverjum og láta nemendur um

að finna félaga sína með því að raða strimlunum rétt saman. Ferskeytlur henta

vel ef fjórir eiga að vinna saman. Að sjálfsögðu má einnig nota óþekktar vísur

eða texta og þá verður enn meiri áskorun fyrir nemendur að finna réttu hópana

og lærdómsríkara að auki. Að blanda saman mismunandi litum plasttöppum

eða legókubbum í poka og láta nemendur draga sér tappa eða kubb er líka ágæt

leið. Þeir sem draga sama lit eiga þá að mynda hóp og vinna saman. Að draga

spil, blómaheiti eða mynd af blómi, fuglaheiti eða mynd af fugli, fiskitegund eða

mynd af fiski, myndir af þjóðfánum eða annað sambærilegt er líka góð leið til

að mynda hópa með og tilvalið að nýta slíkt þegar hægt er að tengja heiti eða