Ofbeldi_gegn_börnum - page 61

59
barnaverndarnefnda
:
. Á sömu síðu má einnig finna
verklagsreglur um meðferð mála þegar grunur er um líkamlegt ofbeldi.
Skóla- og frístundasvið og velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa sett
verklagsreglur vegna nemenda með fjölþættan vanda
. Reglunum er ætlað
að skýra ábyrgð einstakra stofnana Reykjavíkurborgar við vinnslu mála
þar sem vandi nemenda er alvarlegur og fjölþættur, auk þess að skapa
vinnulag sem tryggir skilvirka samvinnu stofnana þannig að hlutverk
aðila séu skýr og markmið skilgreind,
Stuðningur við barn
9.2
Þegar búið er að tryggja öryggi barns sem hefur orðið fyrir ofbeldi þarf
að veita því viðeigandi ráðgjöf og stuðning innan og/eða utan skólans.
Barnið á að fá tækifæri til að vinna úr afleiðingum ofbeldisins með til
þess bærum fagaðila eins lengi og nauðsyn krefur. Það felur meðal annars
í sér að byggja upp traust og efla sjálfsöryggi barnsins. Mikilvægt er að
sýna foreldrum barns sem verður fyrir ofbeldi samkennd og skilning
enda finna þeir fyrir sársauka, vanmætti, ótta og reiði. Þegar um er að
ræða einelti þarf jafnframt að vinna með barninu/börnunum sem leggja
í einelti. Høiby (2009) leggur áherslu á að greina á milli barnsins og
óæskilegrar hegðunar þegar verið er að vinna með þeim sem leggja í
einelti. Það gefur barninu tækifæri til að breyta hegðun sinni til betri
vegar og foreldrunum og starfsfólki skólans tækifæri til að styðja það og
hrósa fyrir framfarir. Forsenda þess að barnið, sem leggur í einelti eða
beitir öðru ofbeldi, nái árangri er að það horfist í augu við af hverju
hegðun þess er röng og að það finni hjá sér þörf til að breyta henni og
fái stuðning til þess. Alltof oft er barnið hvatt til að biðjast fyrirgefningar
og þar með á málið að vera afgreitt. Þegar hugur fylgir ekki máli hefur
orðið „fyrirgefðu“ enga þýðingu, hvorki fyrir þann sem beitti ofbeldinu
né hinn sem fyrir því varð, og getur jafnvel gert illt verra. Oft virðist eini
tilgangurinn vera sá að hinir fullorðnu komi málinu af höndum sér.
Gátlisti í vinnu gegn ofbeldi
9.3
Engin aðferð er svo fullkomin að hún geti komið í veg fyrir allt ofbeldi
en með markvissri vinnu getur skólinn lagt þungt lóð á vogarskálina í
Þegar öryggi barns
sem hefur orðið
fyrir ofbeldi er
tryggt þarf að veita
því viðeigandi ráð-
gjöf og stuðning
innan og/eða utan
skólans
Markviss vinna skóla
skiptir miklu
Verklagsreglur
skólafólks um til-
kynningarskyldu
1...,51,52,53,54,55,56,57,58,59,60 62,63,64,65,66,67,68,69,70,71,...92
Powered by FlippingBook