Ofbeldi_gegn_börnum - page 59

57
Trúnaður og skráning
8.2
Það sem barn segir frá í viðtali er trúnaðarmál og þann trúnað á ekki að
rjúfa nema í samráði við barnið. Annað gildir þegar barnið segir frá
atburðum sem varða barnavernd en þá þarf að upplýsa barnið um það.
Það má aldrei gefa barni fyrir fram loforð um að segja ekki frá því sem
fram muni koma í samræðum ykkar heldur benda því á að það gæti
verið að þú þurfir að bera málið undir skólastjórann og ef svo er þá
munir þú láta barnið vita af því. Allar ákvarðanir vegna meðferðar mála
sem tengjast ofbeldi eða grun um ofbeldi þarf að skrá nákvæmlega og
tryggja að aðilar máls hafi aðgang að skráningunni, nema það samræm-
ist ekki hagsmunum barnsins. Góð eftirfylgd mála verður seint ofmetin
og ætti að tryggja slíkt í verklagsreglum, enda hefur reynslan sýnt að
mörg ofbeldismál hafa langan eftirmála.
Nauðsynlegt er að
skrá nákvæmlega
allar ákvarðanir
vegna meðferðar
mála sem tengjast
ofbeldi eða grun
um ofbeldi
1...,49,50,51,52,53,54,55,56,57,58 60,61,62,63,64,65,66,67,68,69,...92
Powered by FlippingBook