Ofbeldi_gegn_börnum - page 49

47
Forvarnir þvert á námsgreinar
6.7
Hér er ekki talað fyrir því að forvarnir gegn ofbeldi verði settar á stunda-
skrá og kenndar einn til tvo tíma á viku heldur eiga grunngildi lýðræð-
is og mannréttinda að vera samofin öllum námsgreinum og skólastarfi.
Aðferðir sem stuðla að forvörnum gegn ofbeldi geta ekki síður verið
einkenni stærðfræðináms en samfélagsgreina. Samræðan ætti að vera í
lykilhlutverki í sem flestum kennslustundum ásamt ígrundun og sam-
vinnu allra þeirra ólíku einstaklinga sem starfa saman í skóla án aðgrein-
ingar. Samræðuaðferðinni eru gerð góð skil í fjórða kafla heftis um
lýðræði og mannréttindi í ritröð um grunnþætti menntunar (Ólafur Páll
Jónsson og Þóra Björg Sigurðardóttir, 2012). Samvinnunám er heppileg
kennsluaðferð en fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að það skilar nem-
endum góðum árangri í námsgreinum, eflir félagsfærni og dregur úr
fordómum (Jón Baldvin Hannesson og Rúnar Sigþórsson, 2000).
Grunngildi lýðræðis
og mannréttinda
eiga að vera samofin
öllum námsgreinum
og skólastarfi
Samvinnunám
eflir félagsfærni og
dregur úr fordómum
1...,39,40,41,42,43,44,45,46,47,48 50,51,52,53,54,55,56,57,58,59,...92
Powered by FlippingBook