Ofbeldi_gegn_börnum - page 44

42
Annars stigs forvarnir beinast að áhættuhópum sem eru taldir þurfa sér-
stakan stuðning, t.d. þar sem eru geðræn vandkvæði, ofneysla vímuefna,
fátækt og fötlun. Þær miða að því að minnka líkur á skaða vegna slíkra
aðstæðna. Slíkt fellur að hluta utan almenns skólastarfs en þó má nefna
nemendavernd í grunnskólum. Í reglugerð um nemendaverndarráð
grunnskóla segir meðal annars:
Hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma skipulag og framkvæmd
þjónustu við nemendur viðvíkjandi heilsugæslu, námsráðgjöf og sér-
fræðiþjónustu og vera skólastjóra til aðstoðar við gerð og framkvæmd
áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur (Reglugerð nr. 584/2010).
Annars stigs forvarnir eru hópastarf, ráðgjöf og leiðsögn um persónuleg
vandamál og stuðningur af ýmsu tagi. Stuðnings við skólabörn er sér-
staklega þörf þegar breytingar verða á lífi þeirra, t.d. búsetuflutningar og
ýmis áföll, eða þegar þau búa við einhverja sérstöðu. Foreldrasamstarf og
tilvísun á fagaðila utan skóla getur líka verið annars stigs forvörn. Hér
á landi er annars stig forvörn einnig oft innan vébanda félagasamtaka
eða í opinberri þjónustu.
Á þriðja stigi forvarna er komin til meðferð eða bein inngrip til að hafa
áhrif á neikvæðar afleiðingar vanda sem einstaklingar eða hópar eiga við
að etja, svo sem vegna vanrækslu, ofbeldis eða sjúkdóma. Í skóla ætti
þá að hafa farið fram skráning, frumgreining, tilkynning eða tilvísun á
sérfræðiráðgjöf. Eftirfylgd skólans felst í því að styðja við skólagöngu
nemandans. Á þessu stigi er yfirleitt um að ræða samstarf margra innan
og utan skóla. Það fer fram á meðferðar- og þjónustustofnunum, með
stuðningi í heimahúsum og á vistheimilum.
Gott uppeldisstarf besta
6.1
forvörnin gegn ofbeldi
Eins og sást hér að framan ná forvarnir yfir marga þætti. Í víðasta skilningi
felur gott uppeldisstarf í sér raunhæfar forvarnir. Langtímarannsóknir
sem meðal annars ná til seiglu
3
barna hafa sýnt að ýmsir fagmenn, svo
sem kennarar og íþróttaþjálfarar, geta verið börnum mikilvægar fyrir-
3 Seigla (e.
resiliency
) er hæfileiki til að ná sér aftur eftir áföll eða erfiðleika þrátt
fyrir augljóst andstreymi.
Starf nemenda-
verndarráða er
dæmi um annars
stigs forvörn
1...,34,35,36,37,38,39,40,41,42,43 45,46,47,48,49,50,51,52,53,54,...92
Powered by FlippingBook