Ofbeldi_gegn_börnum - page 38

36
5
Ofbeldi í fjölmiðlum
og á netinu
Netið er daglegur hluti af lífi flestra. Þangað sækjum við upplýsingar,
fræðslu, skemmtun og samskipti, í námi og kennslu eru möguleikar þess
nær ótakmarkaðir. En netið á líka sínar skuggahliðar. Í útvarpsviðtali
vorið 2014 sagði þáverandi lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Stefán
Eiríksson, að helsta ógnin í samfélaginu væru glæpir sem framdir eru
í krafti upplýsingatækninnar. Börn og ungmenni fara síst varhluta af
þessum ógnum.
Þó að börn geti lært talsvert um upplýsingatækni á eigin spýtur ber for-
eldrum og skólum að leiðbeina börnum í þessum efnum. Hluti af því er
að meðhöndla tæknina af ábyrgð og forðast hættur sem þar leynast en
það er ekki síður mikilvægt að horfa til siðferðislegs uppeldis barna og
vekja athygli á ábyrgð þeirra í samskiptum sín á milli. Það er hlutverk
grunnskóla, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska allra
nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun
(Lög um grunnskóla, nr. 91/2011, 2. gr.). Þessu markmiði verður vart náð
Foreldrum og skól-
um ber að leiðbeina
börnum um ábyrga
notkun netsins og
upplýsingatækni og
þær hættur sem
þar geta leynst
1...,28,29,30,31,32,33,34,35,36,37 39,40,41,42,43,44,45,46,47,48,...92
Powered by FlippingBook