Ofbeldi_gegn_börnum - page 33

31
Vertu skýr
Skýr boðskapur dregur úr óöryggi beggja; okkar og barnanna
.
Efnið
verður ekki hættulegra við að tala um það, þvert á móti. Það getur þó
krafist þess að við tjáum okkur skýrt og skilmerkilega og maður þarf
að setja sig í stellingar. En kennarar eru vanir því að undirbúa sig og þá
færni má yfirfæra. Þó að það virðist mótsagnakennt getur okkar eigin
óöryggi róað börnin, þau sjá að við þekkjum til vandans og að við látum
okkur varða um hann.
Hlustaðu og gefðu kost á að spyrja
Við þurfum að gefa börnunum kost á að spyrja og þá er mikilvægt að
hlusta vel. Þumalfingursreglan er að
hlusta helmingi lengur
en við tölum.
Börn sem þegja
Sum börn kunna að spyrja en önnur þegja og mikilvægt er að þrýsta ekki
á þau um að tjá sig. Þögnin þarf ekki að merkja annað en að þau eru að
hugsa og velta fyrir sér. En reynslan sýnir að þau börn sem ekki þora að
tala, vilja spyrja eða hafa frá einhverju að segja koma gjarnan til okkar í
einrúmi, ef við gefum kost á því, þau skila sér með öðrum orðum.
Lærðu meira
Sumt af því sem hér stendur er byggt á ráðleggingum tveggja þaulreyndra
sérfræðinga, barnasálfræðings og sérkennara (Raundalen og Schultz,
2008). Sumir kunna að vilja læra meira í þessum efnum, t.d. um hvern-
ig á að byrja, fylgja eftir og enda svona umfjöllun. Hægt er að sækja
námskeið eða lesa sér til um það, t.d. er mikið efni að finna á bókasafni
Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og netið er einnig notadrjúgt.
Börnin þekkja til ofbeldis
Mikilvægt er að kennarar ræði við börn um ofbeldi af ýmsu tagi, því að
börn heyra talsvert um það á netinu, í fjölmiðlum og daglegu lífi og hafa
skoðanir á því
(
Guðrún Kristinsdóttir, Margrét Ólafsdóttir og Ingibjörg
H. Harðardóttir, 2014a). Munum að sum börn reyna að segja frá ofbeldinu
og kvarta yfir því að ekki hafi verið hlustað á þau.
Aftar í handbókinni, á bls. 53 er sérstakur kafli um viðtöl við börn.
Þessi kafli hófst á umfjöllun um ofbeldi á heimili barns en hér er ástæða til
að víkka umfjöllunina. Ýmis svör við spurningunni um hvernig kennarar
geta talað við börn um heimilisofbeldi eiga við um aðrar gerðir illrar
meðferðar á börnum, þar með talið einelti.
1...,23,24,25,26,27,28,29,30,31,32 34,35,36,37,38,39,40,41,42,43,...92
Powered by FlippingBook